Síðdegisútvarpið

Kvöldfréttatíminn, jarhræringar og eldar í Grikklandi

Þúsundir íbúa bæja og sveitarfélaga nálægt Aþenu, höfuðborg Grikklands, hafa flúið heimili sín undan skógareldum sem brunnið hafa stjórnlaust undanfarna daga. Búið er opna íþróttaleikvang í norðurhluta borgarinnar til taka á móti fólki sem yfirgefið hefur heimili sín. Á sjöunda hundrað slökkviliðsmenn sem koma víðs vegar berjast við eldana.Við ætlum heyra í Jannis Lyberpoulos ræðismanni íslands í Grikklandi og heyra af stöðunni þar í landi.

Við ætlum opna fyrir símann hér á eftir, ca tuttugu mínútur í fimm, en okkur langar heyra hvaða skoðun hlustendur okkar hafa á útsendingatíma kvöldfrétta RÚV sem hafa verið í allt sumar klukkan 9 en eru færast aftur yfir á sinn gamla tíma klukkan 7. Er fólk ánægt með þetta fara í fyrra horf eða væru einhverjir til í halda í fréttirnar klukkan níu.

Gríðarlega mikil öryggisgæsla hefur verið sett í gang í undirbúningi fyrir tónleika Taylor Swift á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Þetta er mun meiri öryggisgæsla en tíðkast hefur hjá söngkonunni en hún hefur fengið hryðjuverkalögreglu inn í öryggisteymið sitt sem einnig vinnur með London Metropolitan-lögreglunni. Ástæðan er vegna uppþota sem hafa átt sér stað undanfarið í borginni. Hvað þýðir þetta fyrir tónleikagesti og við hverju geta þeir búist? Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir starfar hjá Tangó ferðum hún kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá því.

Það hefur alla jafna þótt spennandi starfa í fluggeiranum og á morgun verður haldinn sérstakur flugskóladagur þar sem áhugasamir geta komið og kynnt sér flugnám og öllu sem því fylgir. Hjörvar Hans Bragason er eigandi Flugskóla Reykjavíkur hann kemur til okkar í lok þáttar.

En við byrjum á Reykjanesinu en þar búast við eldgosi á næstu dögum. Á línunni hjá okkur er Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.

Frumflutt

12. ágúst 2024

Aðgengilegt til

12. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,