Síðdegisútvarpið

Kvöldfréttatíminn, jarhræringar og eldar í Grikklandi

Þúsundir íbúa bæja og sveitarfélaga nálægt Aþenu, höfuðborg Grikklands, hafa flúið heimili sín undan skógareldum sem brunnið hafa stjórnlaust undanfarna daga. Búið er opna íþróttaleikvang í norðurhluta borgarinnar til taka á móti fólki sem yfirgefið hefur heimili sín. Á sjöunda hundrað slökkviliðsmenn sem koma víðs vegar berjast við eldana.Við ætlum heyra í Jannis Lyberpoulos ræðismanni íslands í Grikklandi og heyra af stöðunni þar í landi.

Við ætlum opna fyrir símann hér á eftir, ca tuttugu mínútur í fimm, en okkur langar heyra hvaða skoðun hlustendur okkar hafa á útsendingatíma kvöldfrétta RÚV sem hafa verið í allt sumar klukkan 9 en eru færast aftur yfir á sinn gamla tíma klukkan 7. Er fólk ánægt með þetta fara í fyrra horf eða væru einhverjir til í halda í fréttirnar klukkan níu.

Gríðarlega mikil öryggisgæsla hefur verið sett í gang í undirbúningi fyrir tónleika Taylor Swift á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Þetta er mun meiri öryggisgæsla en tíðkast hefur hjá söngkonunni en hún hefur fengið hryðjuverkalögreglu inn í öryggisteymið sitt sem einnig vinnur með London Metropolitan-lögreglunni. Ástæðan er vegna uppþota sem hafa átt sér stað undanfarið í borginni. Hvað þýðir þetta fyrir tónleikagesti og við hverju geta þeir búist? Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir starfar hjá Tangó ferðum hún kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá því.

Það hefur alla jafna þótt spennandi starfa í fluggeiranum og á morgun verður haldinn sérstakur flugskóladagur þar sem áhugasamir geta komið og kynnt sér flugnám og öllu sem því fylgir. Hjörvar Hans Bragason er eigandi Flugskóla Reykjavíkur hann kemur til okkar í lok þáttar.

En við byrjum á Reykjanesinu en þar búast við eldgosi á næstu dögum. Á línunni hjá okkur er Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.

Frumflutt

12. ágúst 2024

Aðgengilegt til

12. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,