Síðdegisútvarpið

Hjólahýsabyggð á Höfða,Geirfinnsmálið og áfram Ísland

bók um Geirfinnsmálið kemur út í dag, þegar 50 ár eru liðin frá því Geirfinnur Einarsson hvarf. Bókin heitir Leitin Geirfinni eftir þá Sigurð Björgvin Sigurðsson og Jón Ármann Steinsson en Jón kom til okkar og sagði okkur frá.

Fólk sem áður bjó í hjólhýsum sínum og húsbílum í Laugardal hefur haft aðsetur á iðnaðarplani við gamla verksmiðju á Sævarhöfða í Reykjavík í rúmt ár; Fyrirkomulag sem borgaryfirvöld höfðu sagt ætti aðeins vera til bráðabirgða en ekkert virðist bóla á úrræðum og fátt virðist um svör frá ráðamönnum borgarinnar. Berþóra Pálsdóttir er ein þeirra sem þarna býr hún kom til okkar og sagði okkur betur frá aðstæðum íbúa.

Það er duga eða drepast fyrir íslenska karla landsliðið í knattspyrnu sem mætir Wales í þjóðardeildinni. Úrslit leiksins skera úr um hvort liðið leikur umspil um sæti í A-deild næstu Þjóðadeildar og hvort liðið fer í umspil um fall í C-deildina. Einar Örn Jónsson mætti til okkar og hitaði upp fyrir leikinn.

Reiknað er með fyrsta skóflustungan nýrri brú yfir Ölfusá verði tekin á morgun miðvikudag. Gangi áætlanir eftir verður umferð hleypt á brúna í lok árs 2027, eða í byrjun árs 2028. Þetta hefur gríðarlegar breytingar í för með sér fyrir ferðalanga sem löngum þurfa bíða í röð eftir komast yfir gömlu brúna og eins fyrir íbúa á svæðinu. Kjartan Björnsson rakari er einn þeirra en hann er einnig forseti bæjarstjórnar Ölfuss. Við heyrðum í honum í þættinum.

Á morgun verður boðið upp á kvöldstund með Degi Kára í Bíó Paradís. Nýjasta myndin hans, Hygge, verður frumsýnd og á eftir ræðir Sigríður Pétursdóttir kvikmyndagreinir við hann um ferilinn og stjórnar svo spurningum úr sal. Sigga kom til okkar og sagði okkur betur frá en hún tók fyrsta viðtalið við Dag Kára upp úr aldarmótum fyrir sjónvarpsþáttin Mósaík en þá stundaði Dagur nám í Danska kvikmyndaskólanum.

Fyrsta Gaddakyfan í 11 ár var afhent í dag við glæpsamlega athöfn í Skáldu. Gaddakylfan eru verðlaun fyrir bestu glæpasmásögunna sem berst í samnefnda samkeppni Hins íslenska glæpafélags. Okkar maður í félaginu er Ævar Örn Jósepsson mætti til okkar og með honum er leirlistarkonan Kogga, sem á allt í senn hönnun, gerð og hugmyndina baki þessum einstaka verðlaunagrip sem er Gaddakylfan.

Frumflutt

19. nóv. 2024

Aðgengilegt til

19. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,