Síðdegisútvarpið

Brunaliðið, Bridge og leiðinlegir foreldrar

Ársæll Arnarsson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann heldur námskeiðið: Listin vera leiðinlegt foreldri. Ársæll kemur til okkar í þáttinn í dag og segir okkur allt um þá list.

Hin árlega FO-herferð UN Women á Íslandi er stærsta söfnunarátak samtakanna hvert ár og hefur frá árinu 2015 safnað meira en 100 milljónum til verkefna UN Women sem hafa það markmiði uppræta kynbundið ofbeldi. Í ár mun ágóðinn renna til verkefna UN Women í Súdan. Við heyrðum í Stellu Samúelsdóttur framkvæmdastýru UN Women í þættinum

Jólin koma heldur betur snemma í ár, því hin sögufræga hljómsveit Brunaliðið kemur saman í Eldborg, Hörpu, þann 30. nóvember nk. Þetta verður í fyrsta skipti sem Brunaliðið heldur jólatónleika þar sem allar perlurnar af hinni frábæru jólaplötur "Með eld í hjarta" verða fluttar. Við fengum tvo meðlimi Brunaliðsins í heimsókn þá Magnús Kjartansson og Pálma Gunnarsson.

Mikil uppsveifla virðist vera í skólabridge, sérstaklega hvað landsbyggðina varðar. Það er hið besta mál þar sem ransóknir sýna fram á fylgni milli briddskunnáttu og góðs námsárangurs. Matthías Imsland framkvæmdarstjóri Bridgesambands íslands sagði okkur betur frá þessu á eftir.

Í nýlegri auglýsingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu er óskað eftir umsóknum í starf lög­reglu­manns, en alls eru 28 stöður í boði. Fram kem­ur sett verði í stöðurn­ar frá 1. janú­ar 2025 í sex mánuði, með skip­un í huga reynslu­tíma lokn­um. En hvað þurfa þeir einstaklingar sem eru áhugasamir hafa til brunns bera því svaraði Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri

Frumflutt

30. ágúst 2024

Aðgengilegt til

30. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,