Síðdegisútvarpið

Fíknisjúkdómar,brotthvarf úr framhaldsskóla,Björk Jakobs og Gunni Helga

Í dag birtist á Vísi grein eftir alþingismanninn Sigmar Guðmundsson með yfirskriftinni Jón Kjartan og Sindri Geir. En þar fjallar hann um þegar Ásgeir Gíslason faðir tveggja ungra manna hringdi í hann fyrir nokkrum vikum síðan og sagði honum sögu af sonum sínum, sögu sem er sorglegri en orð lýst. Ásgeir sagði Sigmari synir hans hefðu látist úr ofskömmtun lyfja með tólf klukkustunda millibili í ágúst síðastliðnum. Þeir bjuggu saman í íbúð í Kópavogi og höfðu báðir verið leita sér hjálpar. Fjölskylda mannanna hefur ekki treyst sér ræða þessi mál í fjölmiðlum en báðu Sigmar koma þessu á framfæri. Sigmar kom í þáttinn til okkar.

Hjónin Björk Jakobs og Gunni Helga koma til okkar strax loknum fimm fréttum en þau hafa í nægu snúast. Gunni er senda frá sér nýja bók, Stella segir bless og Björk frumsýnir Tóma hamingju í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Þau fengu sér kaffi með okkur, hress og kát vanda.

Við ræddum hvernig draga megi úr brotthvarfi nemenda úr framhaldsskóla í þættinum við hana Heiði Hrund Jónsdóttur. Heiður sem er félagsfræðingur með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi hefur unnið doktorsrannsókn þar sem hún vinnur með gögn frá nemendum við lok grunnskólagöngu og svo aftur fjórum árum seinna. Heiður kom til okkar og sagði okkur betur frá.

Við fengum lifandi tóna í þættinum frá Kyrju en Kyrja er nýr sönghópur úr Reykjavík sem samanstendur af söngvurum sem hafa sungið mikið saman í ólíkum hópum. Kyrja verður með tónleika í Fríkirkjuninni á laugardaginn en gáfu okkur fyrst smá tóndæmi.

Eins og allir vita er verið taka upp kvikmynd í Höfða um leiðtogafundinn í Höfða. Það er framleiðslufyrirtækið Pegasus sem hefur leigt Höfða og við heyrðum örstutt í Ella Cassata eiganda Pegasus og tókum stöðuna á verkefninu.

Í gær rákum við augun í stöðufærslu frá Karli Ágústi Úlfssyni, þar sem hann leitaði til máttar facebook. Í færslunni kemur meðal annars þetta fram: Fyrir þremur árum, í september 2021, gaf ég upprunalega handritið af Með öðrum morðum, fyrstu Harrýs og Heimis seríunni, á uppboð Child Health Communication Centre til fjáröflunar fyrir bágstödd börn í Uganda. Til þess ég ætti sjálfur handrit til varðveislu lét ég ljósrita það upprunalega áður en ég lét það af hendi. er ég skanna mörg af verkunum mínum svo þau glatist ekki endanlega, en uppgötva þá sjálfum mér til skelfingar umrætt ljósrit er meingallað og í það vantar þónokkrar blaðsíður. Við heyrðum í Karli Ágústi.

Frumflutt

24. okt. 2024

Aðgengilegt til

24. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,