Síðdegisútvarpið

Undirbúningur fyrir hlaup, Tónaflóð, rímur og bakherbergið

Bakherbergið er nýtt hlaðvarp um stjórnmál þar sem Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson fjalla um það sem gerist tjaldabaki og setja umfjöllun fjölmiðla í samhengi. Þeir félagar Þórhallur og Andrés kíktu í kaffi til okkar á eftir og sögðu okkur betur frá.

Tónaflóð Rásar 2 er venju einn af hápunktum menningarnætur en það verður öllu tjaldað til á Arnarhóli annað kvöld og tónlistarstjóri Rásar 2 Sigurður Þorri Gunnarsson kom í þáttinn.

Sviðslistahópurinn Óður, sem er Listhópur Reykjavíkur 2024 ætlar freista þess slá heimsmet í Þjóðleikhúskjallaranum á menningarnótt. sem veit allt um málið heitir Níels Thibaud Girerd og við heyrðum í honum.

Már Gunnarsson sundkappi og tónlistarmaður er á leiðinni ytra á morgun til keppa á Ólypíumót fatlaðra í París. Við slóum á þráðinn til Más og heyra hvernig undirbúningur fyrir leikana hefur gengið og spyrjum hann útí hvernig verkefni næstu daga leggist í hann. Már er líka búinn semja lag um för sína á leikana og við heyrðum það.

Einar Kárason, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Óttar Guðmundsson komu til okkar og sögðu okkur frá sagnakvöldi sem haldið verður í Skagafirði um helgina og ekki nóg með það heldur kvað Jóhanna rímur í beinni.

Líkt og flestir vita fer reykjavíkurmaraþon fram á morgun og metþáttaka virðist vera raunin í ár. Það eru fjölmargir búnir undirbúa sig í marga mánuði, aðrir tóku skyndiákvörðun fyrir nokkrum dögum um taka þátt en hvernig eiga hlauparar undirbúa sig síðustu klukkutímana fyrir hlaup. Það veit Torfi H. Leifsson hlaupari, umsjónarmaður og stofnandi vefsíðunnar hlaup.is og hann kom til okkar.

Frumflutt

23. ágúst 2024

Aðgengilegt til

23. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,