Síðdegisútvarpið

Elísabet Jokuls með nýja bók, Dimma, og Halla forseti í Köben

Mjög mikið hefur borið á fréttum af innrás Ísraela á Gaza og Líbanon. Ástæða Ísræla er uppræta Hamaz og Hezbola. En hver er uppruni þessara samtaka? Af hverju voru þau stofnuð og hvert er þeirra markmið. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur upplýsir okkur um það.

Höskuldur Jensson, dýralæknir Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, hefur umsjón með afbrigði eða hlut sem nýlega kom til landsins frá Nýja -Sjálandi. Um er ræða eftirlíkingu af hálfum skrokki af kú, með legi, leghálsi og leggöngum ásamt endaþarmi. Hálfa kúin verður notuð á nýju námskeiði sem er í undirbúningi. Höskuldur sagði okkur frá gripnum og námskeiðinu.

Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir var senda frá sér bókina Límonaði frá Díafani. Bókin fjallar um ferðalag Elísabetar þegar hún var barn bæði til Danmerkur og Grikklands ásamt fjölskyldu sinni en í bókinni er finna minningarbrot frá æsku Ellu Stínu eins og hún er jafnan kölluð af fjölskyldu og vinum. Ella Stína kom til okkar í dag.

Hljómsveitin Dimma á stórafmæli um þessar mundir. Sveitin er 20ára. Því verður heldur betur fagnað í Eldborgarsal Hörpu um næstu helgi. Félagar drengjanna úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands slást í hópinn og þess vegna búast við stórfenglegum fluttningi á lögum sveitarinnar. En í Síðdegisútvarpinu á eftir heyrum við töluvert minni útgáfu af lagi Dimmu því Stefán Jakobsson söngvari og Ingó Geirldal gítarleikari spiluðu fyrir okkur í beinni.

Á Torginu í kvöld verður rætt um fyrirkomulag áfengissölu í landinu. Vilja Íslendingar áfengissala áfram á hendi ríkisins? Hver eru rökin með og á móti? Baldvin Þór og Sigríður umsjónarmenn komu til okkar í lok þáttar.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, er komin til Kaupmannahafnar ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, og sendinefnd í opinbera heimsókn, þá fyrstu í hennar embættistíð. Heimsóknin er einnig fyrsta sem Friðrik X Danakonungur fær síðan hann tók við embætti. Við heyrðum í Hallgrími Indriðasyni fréttamanni í Kaupmannahöfn.

Frumflutt

8. okt. 2024

Aðgengilegt til

8. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,