ok

Síðdegisútvarpið

Katrín Jakobs,leikaraval í Snertingu,aldamótakynslóðin kemst ekki á húsnæðismarkaðinn og nýr samningur sjúkraþjálfara

Kvikmynd Baltasars Kormáks Snerting var frumsýnd í gær en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Óhætt er að segja að myndin hafi vakið hrifningu bíógesta en bæði er sagan einstaklega hjartnæm auk þess sem myndin skartar frábærum leikurum. Sú sem sá um leikaravalið fyrir myndina er Selma Björnsdóttir ásamt Yôko Narahashi og við ætlum að fá Selmu til okkar á eftir og spyrja hana út í hvernig sú vinna hafi farið fram.

Við höldum áfram að kynnast forsetaframbjóðendunum og til okkar í dag kemur Katrín Jakobsdóttir. Við tökum á móti Katrínu strax að loknum fimm fréttum hér í Síðdegisútvarpinu.

Gunnlaugur Már Briem formaður félags sjúkraþjálfara segir að það hafi aukist að undanförnu að efnaminna fólk mæti ekki í sjúkraþjálfun vegna of mikils kostnaðar. Nýr samningur félagsins við Sjúkratryggingar Íslands komi til með að breyta miklu. Gunnlaugur verður á línunni hjá okkur.

Í nýlegri útekt HMS Húsnæðis og mannvirkja stofnunar kemur fram að aldamótakynslóðin átti erfiðara með að komast inn á húsnæðismarkaðinn en kynslóðirnar á undan. Hlutdeild ungra kaupenda á fasteignamarkaði helmingaðist á tímabilinu 2008-2013 og hefur hún enn ekki náð sömu hæðum og fyrir hrun. Hingað til okkar er kominn Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS til að fara betur yfir þessi mál með okkur.

Frumflutt

21. maí 2024

Aðgengilegt til

21. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,