Síðdegisútvarpið

Forseti, fríbúð, háir stýrivextir og afabarn Ragga Bjarna

Við byrjuðum þáttinn í Borgarbókasafniu í Gerðubergi en þar opnaði fríbúð og á línunni hjá okkur var Ilmur Dögg Gísladóttir deildarstjóri í Gerðubergi.

Í aðsendri grein á Viljanum í gær bendi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingkona Viðreisnar á Seðlabanki Evrópu hafi lækkað stýrivexti fyrir nokkrum dögum. Þeir eru 3,50%. Á meðan hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti fjórtán sinnum í röð. Stýrivextir hafa verið 9,25% í heilt ár. Þorbjörg spyr hvers vegna það lögmál vextir á lánum séu alltaf svona háir á Íslandi? Þorbjörg Sigríður var á línunni hjá okkur á eftir.

Þann 22.september síðastliðinn hefði Ragnar Bjarnason einn dáðasti söngvari og skemmtikraftur þjóðarinnar orðið 90 ára og af því tilefni var blásið til stórtónleika í Hörpu þar sem fjöldi tónlistarmanna og vina Ragga komu fram. Það þótti vekja athygli sem opnaði tónleikana Einar Örn Margnússon er barnabarn Ragnars og þótti hann standa sem með eindæmum vel. Við kynntumst þessum unga og upprennandi söngvara á sjötta tímanum og spurðum hann hvort það hafi ekkert verið taugatrekkjandi standa í þessum sporum í Eldborg á sunnudag

Viljayfirlýsing um samstarf Íslands og Indónesíu í jarðhitamálum var undirrituð í síðustu viku á árlegu jarðhitaþingi sem fram fór í Jakarta höfuðborg Indónesíu, samstarfið lítur endurnýtanlegri orku með áherslu á þróun jarðhita. Bjarni Pálsson forseti alþjóðlegu jarðhitaamtakanna og forstöðumaður þróunar jarðvarma hja Landsvirkjun var ytra og hann kom til okkar og við spurðum hann út í ferðalagið og það helsta sem kom fram á þessu jarðhitaþingi.

Og á miðvikudögum þá kemur Atli Fannar Bjarkason hingað til okkar og fer í dagskrárliðinn MEME vikunnar.

Frumflutt

25. sept. 2024

Aðgengilegt til

25. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,