Síðdegisútvarpið

Sjóslys, neytendasvik og Heidelberg

Neytendasamtökin hafa varað við nýstárlegum netsvindlum tengdum rafrænum skilríkjum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Brynhildur Pétursdóttir, kemur til okkar.

Kosið verður um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar sem Heidelberg hyggst reisa við Þorlákshöfn. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihlutanum kom til okkar í gær og ræddi þessi mál frá sjónarhorni minnihlutans við okkur og á eftir kemur til okkar Þorsteinn Víglundsson forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg.

Ísland er ekki með sendiráð á Spáni. Þessu vilja Píratar breyta. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata fer yfir þörfina á íslensku sendiráði í Madríd.

Stöð 2 heldur kappræður í kvöld í opinni dagskrá með sex efstu forsetaframbjóðendunum. Við ætlum ræða við Erlu Björg Gunnarsdóttur, fréttastjóra Stöðvar 2.

Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins sem sökk í nótt til bjargar, segir liggja í augum uppi flutningaskip hafi klesst á bátinn, þetta kom fram í áhugaverðu viðtali við Arnar á Vísi fyrr í dag. Hann segir yndislegt félagi hans til fjörutíu ára hafi komist lífs af því það fer ekki alltaf svo vel. Arnar er á línunni.

Frumflutt

16. maí 2024

Aðgengilegt til

16. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,