ok

Síðdegisútvarpið

Netárás á Árvakur,húsnæði eldri borgara á Akureyri,lúsmý,lestur barna og bílastæðagjöld Isavia.

Vefur Morgunblaðsins mbl.is lá niðri í gær í einhverjar klukkustundir í kjölfar stórelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs en í árásinni var gríðarlegt magn gagna tekið í gíslingu. Árvakur hefur sent frá sér að upplýsingar um áskrifendur og aðra viðskiptavini Árvakurs hafi ekki verið teknar í gíslingu í árásinni. Stutt er síðan netárásahópur gerði árás á Háskólann í Reykjavík en við ætlum að ræða netárásir og hvernig sé hægt að verjast þeim við Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur stjórnanda viðskiptaþróunar og með stofnandan Defend Iceland hér rétt á eftir.

Í dag birtist á Vísi grein undir yfirskriftinni: Aðgangur krakka að efni á íslensku versnar stöðugt. Greinina skrifaði Sverrir Norland rithöfundur og þar rekur hann hversu mikla unun sjö ára dóttir hans hefur af því að lesa bækur en einnig viðrar hann áhyggjur sínar af því hvað efni á íslensku er að verða vandfundið, einkum fyrir börn. Í þessu ástandi hafi hann hrokkið illa í kút þegar Reykjavíkurborg gaf það út fyrir sumarið að bókasöfnum yrði lokað á víxl í sumar. Þetta er Sverrir ekki ánægður með og við ætlum að ræða þessi mál við hann hér strax að loknum fimm fréttum.

Við hringjum norður í Karl Erlendsson formann félags eldri borgara á Akureyri en samkvæmt húsnæðiskönnun sem félagið gerði nýverið kemur fram að skortur sé á hentugu leiguhúsnæði fyrir eldri borgara á Akureyri, meira um það hér á eftir.

Síðasta föstudag bauð Siðmennt kærustupörum að ganga í hjónaband með snarpri, rómantískri, hátíðlegri og lögformlegri athöfn. Viðburðurinn var haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og við ætlum að forvitnast meira um hvernig þetta fór allt saman fram þegar að Inga Auðbjörg Straumland frá Siðmennt kemur til okkar.

Gísli Már Gíslason, professor emiritus í vatnalíffræði kemur til okkar á eftir og við ætlum að ræða við hann um lúsmý.

En við ætlum að byrja á fyrirhuguðum bílastæðagjöldum á innanlandsflugvöllum en fjármálaráðherra hefur nú sagt að þessi gjaldtaka megi hefjast en biðlar til stjórnar að taka tillit til dagsferða sem fara í dagsferð í læknisheimsókn. Á línunni hjá okkur er Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Frumflutt

24. júní 2024

Aðgengilegt til

24. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,