Síðdegisútvarpið

Sjálfsvíg fanga, þýsk sigurganga og Ástþór Magnússon

Júróvisjónstjarnan Hera var ljúka dómararennsli fyrir morgundaginn, en þá stígur hún á svið í undankeppni Eurovision. Við ætlum heyra hvernig gekk. Hera verður á línunni.

Þýska liðið Bayer Le­verku­sen í knatt­spyrnu karla hefur farið með himinskautum á tímabilinu og eru verðandi Þýskalandsmeistarar. Liðið hefur góða mögu­leik­a á þrennu en liðið hefur spilað 48 leiki á tíma­bil­inu og ekki tapað ein­um ein­asta þeirra. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir okkur af sigurgöngu Leverkusen.

Síðdegisútvarpið ætlar ræða við alla forsetaframbjóðendurnar fyrir kosningarnar í byrjun júní. Fyrsti gestur okkar er reyndasti forsetaframbjóðandinn af þeim öllum, Ástþór Magnússon. Hann þarf varla kynna frekar, en við gerum það samt lýðræðisins vegna.

En fyrst þetta. Formaður Afstöðu talar um sjálfsvíg fanga og geðheilbrigðismál innan veggja Fangelsismálastofnunar. Greint var frá því í dag maður hefði svipt sig lífi á Litla-hrauni og fundist látinn í klefa sínum. Guðmundur Ingi Þóroddsson ætlar ræða við okkur um þetta sorglega mál.

Frumflutt

6. maí 2024

Aðgengilegt til

6. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,