Síðdegisútvarpið

Ari Eldjárn og íslenskan, kosningapróf RUV og Ellý Vilhjálms á sviði

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þær breytingar sem gerðar voru á búvörulögum um kjötafurðastöðvar væru undanþegnar samkeppnislögum stríði gegn stjórnarskrá og hafi ekki lagalegt gildi. Meðal þeirra sem fagna þessari niðurstöðu er Félag atvinnurekenda og við ræddum þessa niðurstöðu héraðsdóms við Ólaf Stephenssen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda kom til okkar.

Á laugardaginn var dagur íslenskrar tungu en á þeim degi eru verðlaun Jónasar Hallgrímssonar veitt. þessu sinni var það skemmtikrafturinn Ari Eldjárn sem tók við verðlaununum í Eddu húsi íslenskunnar við Suðurgötu. Ari kíkti í kaffibolla til okkar stelpnnanna í Síðdegisútvarpinu á eftir og við ræðum verðlaunin og ýmislegt annað.

styttist í 250. sýninguna af Ellý í Borgarleikhúsinu en hún sýning verður þann 5.desember næstkomandi. Við fengum til okkar í þáttinn þau Katrínu Halldóru sem slegið hefur í gegn í hlutverki Ellýjar og Björgvin Frans sem fer með hlutverk Ragga Bjarna í sýningunni og spurðum þau út í þetta ævintýri allt saman, sem fer senn ljúka.

Tónlistarmaðurinn og Ólympíufarinn Már Gunnarsson er kominn hingað til lands til halda tónleika ásamt The Royal Northern College of Music Session Orchestra í Salnum Kópavogi og í Hljómahöll Reykjanesbæ, þriðju tónleikarnir verða svo haldnir í Manchester. Már er líka senda frá sér plötu og við slóum á þráðinn til Más.

En við byrjuðum á þessu. Það styttist óðfluga í við göngum kjörborðinu og kjósum til Alþingis og við hringdum í Birgi Þór Harðarson vefstjóra RÚV, en núna rétt í þessu ætti vera komið á rúv.is svokallað kosningapróf.

Frumflutt

18. nóv. 2024

Aðgengilegt til

18. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,