Síðdegisútvarpið

Haraldur Gísla í verkfallsvörslu, Brandy í Texas og Hallgrímur um Zelensky

Verkföll eru hafin í níu skólum víða um land, þar af í fjórum leikskólum. Einn þeirra er Ársalir á Sauðárkróki og þurftu kennarar þar standa verkfallsvörslu þar sem sveitarfélagið hugðist halda leikskólanum opnum. Við heyrðum í Haraldi F. Gíslasyni formanni Félags leikskólakennara en hann er einn þeirra sem stóð verkfallsvörslu fyrir norðan.

þegar vika er í forsetakosningar í Bandaríkjunum stendur kosningabaráttan algjörlega á jöfnu og úrslitin eiga eftir ráðast af því hvorum frambjóðandanum tekst betur sína kjósendur til mæta á kjörstað sögn Silju Báru Ómarsdóttur prófessors í stjórnmálafræði. Silja Bára ræddi stöðuna á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Við hringdum vestur nánar tiltekið til Texas og heyrðum í Guðbrandi Brandssyni sem þar er búsettur og spurðum hann útí spennuna ytra sem farin er magnast.

Reykjavíkurflugvöllur er enn einu sinni kominn í umræðuna en fjallað er um það í Morgunblaðinu í dag Isa­via und­irr­búi um­sókn til Sam­göngu­stofu um færslu girðing­ar við flugvöllinn vegna fyr­ir­hugaðrar íbúðabyggðar í Skerjaf­irði en þessi vinna var sett af stað vegna til­mæla Svandís­ar Svavars­dótt­ur þáver­andi innviðaráðherra. er kominn undirskriftalisti á Is­land.is þar sem skorað er á innviðaráðherra aft­ur­kalla til­mæli Svandís­ar til Isa­via um færa girðinguna en í áskoruninni kemur fram þau tilmæli stangist á við lög um loftferðir. Við heyrðum í Matthíasi Arngrímssyni nefndarmanni öryggisnefndar félags íslenskra atvinnuflugmanna í þættinum og spurðum hann útí málið.

Kristín Sigurðardóttir og Gunnhildur Kjerúlf Birgisdótti koma til okkar á eftir og segja okkur frá því sem tekið verður fyrir í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld.

Norðurlandaráðsþing var formlega sett klukkan korter yfir tvö í dag. Þar fluttu Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, opnunarávörp. Gert er ráð fyrir þingfundur Norðurlandaráðst standi til klukkan fimm í dag. Zelensky forseti Úkraínu heimsótti Bessastaði í morgun og flutti ávarp í Alþingishúsinu skömmu fyrir hádegi. Hallgrímur Indriðason fréttamaður hefur fylgt Zelensky í dag og hann var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

29. okt. 2024

Aðgengilegt til

29. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,