Síðdegisútvarpið

Klám, villikisur, haglabyssuskotfimi og vistvænt markaðstorg

Vala Eiríksdóttir og Steiney Skúladóttir stjórnuðu Síðdegisútvarpinu í dag.

Meme vikunnar var í boði Atla Fannars og snýst um Justin Timberlake.

Leiksýningin, Þegar við erum ein, verður sýnd í leikhúsinu Aftur á móti í næstu viku. Sýningin fjallar um klám, kynlíf, ást og hvað okkur þykir erfitt tala um þessa hluti. Þær Hólmfríður Hafliðadóttir, leikkona og höfundur sýningarinnar ásamt Melkorku Gunborg Briansdóttur, leikstjóra, sögðu okkur frá rannsóknarvinnunni sem þær lögðust í og niðurstöðunni sem er sýningin, Þegar við erum ein.

Í gær fór mikið fyrir pistli Villikatta um minkagildrur, en grunlaus kisa gekk í eina slíka og slasaðist mjög illa. Anna Jóna Baldursdóttir, varaformaður Villikatta, kíkti til okkar.

Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður, hefur fengið boð um þáttöku á Ólympíuleikunum sem haldnir verða í París 26.júlí - 11.ágúst. Hákon mun keppa í Haglabyssuskotfimi. Hann sagði okkur frá hvað er framundan.

Markaðstorgið Visteyri varð 1 árs í vikunni. Visteyri er íslensk síða þar sem notendur geta selt og keypt notaðar vörur á góðu verði. Þær Vilborg Ásta Árnadóttir og Sigrún Dís Hauksdóttir, stofnendur og eigendur síðunnar, kíktu til okkar.

Tónlist

HELGI JÚLÍUS & VALDIMAR GUÐMUNDSSON - Þú ert mín.

Justin Timberlake - Cry me a river.

FLOTT - L'amour.

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Dagar Og Nætur.

Lón - Hours.

Bedingfield, Natasha - Unwritten.

Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn.

CHAKA KHAN - Ain't nobody.

KT TUNSTALL - Black Horses & The Cherry Tree.

Á MÓTI SÓL - (Djöfull er ég) Flottur.

BEE GEES - Night's On Broadway

Frumflutt

21. júní 2024

Aðgengilegt til

21. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,