Síðdegisútvarpið

Leikskólinn Brákarborg, breikdansarinn Raygun frá Ástralíu og Kirkjugarður eða minningarreitur?

Leikskólinn Brákarborg flutti í endurbyggt húsnæði við Kleppsveg 150 til 152, þar sem kynlífstækjabúðin Adam og Eva var áður til húsa, haustið 2022. Eftir börn og starfsfólk fóru í sumarfrí kom í ljós þak hússins sem þakið var með torfi er of þungt og því þarf styrkja undirstöður. Viðgerðin á leikskólanum mun taka allt sex mánuði og hafa börnin verið send í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur sterkar skoðanir á þessu máli og hann kom til okkar strax loknum fimm fréttum.

Skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegaakstri í vikunni eru þær mestu sem sést hafa á þeim slóðum. Vegfarendur tilkynntu landverði um skemmdir vegna utanvegaaksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segist ekki hafa séð neitt þessu líkt á svæðinu áður og hún var á línunni hjá okkur í þættinum.

Verið er gera breytingar á Kirkjugörðum Reykjavíkur en QR-kóðar eru væntanlegir á legsteina og krossinn hefur verið fjarlægður úr merki kirkjugarðanna. Uppi hafa verið hugmyndir um tala frekar um minningarreiti en kirkjugarða. Ákveðið hefur þó verið halda í nafn kirkjugarðanna enn um sinn en við opnuðum fyrir símann og spurðum hlustendur okkar hvort breyta ætti nafninu úr Kirkjugarður í eitthvað annað ?

Hjördís Pálsdóttir safnstjóri Byggðarsafns Snæfellinga og Hnappdæla og framkvæmdastjóri danskra daga var á línunni hjá okkur en 30 ára afmælishátíð Danskra daga fer fram á lagardagskvöldið.

En við byrjum á þessu: Svo óheppilega vill til breikdans atriði Rachel Gunn eða Raygun frá Ástralíu sem fékk ekkert stig á Ólypíuleikunum virðist vera það eftirminnilegasta sem gerðist á leikunum í París í ár. Svo mikilli hneikslan olli atriði hennar er í gagni undirskriftalisti þar sem fólk krefst þess hún biðjist afsökunnar. En var þetta dans og hvað segir danssamfélagið um þessa uppákomu? Kristófer Aron Garcia og Brynja Pétursdóttir danskennarar komu til okkar og ræddu þetta mál við okkur.

Frumflutt

15. ágúst 2024

Aðgengilegt til

15. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,