ok

Síðdegisútvarpið

Hinsegin dagar, Cathy Sledge og frábær tónlist á föstudegi

Jóhann Alfreð fer niðrí bæ og hittir Ingu Auðbjörgu Straumland verkefnastýru Hinsegin daga við tjörnina en þangað mætir líka Stefán Pálsson friðarsinni sem ætlar að ræða við okkur um kertafleytingar.

Okkar eini sanni Siggi Gunnars er einnig staddur niðrí bæ en það verður mikið um dýrðir í kvöld Gamla Bíói þar sem risasýningin Drag me to Pride fer á svið, við tökum Sigga tali og spyrjum hann betur út í það.

Það styttist í Menningarnótt og þar með Reykjavíkurmaraþonið. Að vanda ætla margir að hlaupa til styrktar góðu málefni og það ætlar Elías Rúni einnig að gera. Jóhann Alfreð hittir Elías Rúna á eftir.

Diskó-soul bandið Sister Sledge kemur fram á tónleikum í Eldborg í kvöld. Þessi margverðlaunaða hljómsveit gerði garðinn frægan á hátindi diskótímabilsins og nú er mætt hingað til lands Kathy Sledge ásamt hljómsveit og dönsurum. Jóhann Alfreð fór og tók Kathy tali fyrr í dag og við fáum að heyra hvað þeirra fór í milli.

Frumflutt

9. ágúst 2024

Aðgengilegt til

9. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,