Síðdegisútvarpið

Skattur á nikotínpúða, verðmæti Orra Steins, Grindavík, kleinur og Floni

Við ræddum fyrirhugaða skattlagningu á nikótínpúðum og rafrettum. Í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum, sem liggur fyrir á Alþingi er lagt til tekið verði upp 20 króna gjald á hvert gramm níkótínpúða og 40 krónur af hverjum millilítra af vökva í rafrettum. Landlæknisembættið hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið. Eigandi nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens er ósáttur og innflutnings- og dreifingafyrirtækið Dufland tekur í sama streng. Bjarni Freyr Guðmundsson, eigandi Duflands heildsölu kom til okkar.

Stefnt er 100 milljóna króna niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs í fjárlagafrumvarpi 2025 ofan á tæplega 500 milljón króna niðurskurð árið áður. Af þessu hafa doktorsnemar og nýdoktorar miklar áhyggjur. Katrín Möller og Svava Dögg Jónsdóttir eru meðal þeirra sem telja þennan endurtekna niðurskurð hafa veruleg áhrif á stöðu ungra vísindamanna og ganga gegn yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um hlúa nýsköpun og vísindum á Íslandi. Þær Katrín nýdoktor og Svava Dögg doktorsnemi komu til okkar.

Orri Steinn Óskarsson er hástökkvari á lista yfir verðmætustu leikmenn heims, 21 árs og yngri. Orri skipar 38. sæti listans og er talinn sjötti verðmætasti framherjinn. Hvernig gerist svona ? Jóhann Már Helgason sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga kom til okkar og fór yfir það með okkur.

Kleinudagurinn er á sunnudaginn, en góði dagur hefur heldur betur fest sig í sessi og þá fögnum við öllu sem kleinunni snýr. Haukur Guðmundsson, yfirbakari hjá IKEA, er ekki óvanur því baka kleinur allan ársins hring, en hversu margar kleinur þarf hann og hans fólk baka... eða steikja réttara sagt.. fyrir þennan stærsta kleinusöludag ársins. Við heyrðum í Hauki.

Föstudagsgesturinn var ekki af verri endanum, eða tónlistarmaðurinn Floni. Floni sendi nýverið frá sér plötu og hefur í nægu snúast þessa dagana en hann gaf sér tíma til setjast með okkur skemmtilegt spjall.

Á sunnudaginn kemur er ár frá rýmingu í Grindavík, ár þar sem bæjarbúar hafa dreifst um landið og lifað í óvissu um framtíð bæjarins síns. Þrátt fyrir það hafa Grindvíkingar náð halda úti keppnisliðum í íþróttum og ýmis konar félagsstarfi, m.a. kórnum Grindavíkurdætrum. Þær ætla á sunnudaginn halda tónleika í Hljómahöll í Reykjanesbæ og á línunni hjá okkur var Berta Dröfn Ómarsdóttir kórstjóri.

Frumflutt

8. nóv. 2024

Aðgengilegt til

8. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,