Síðdegisútvarpið

Vatnspóstur, kíghósti og djassþorpið

Vatnspósturinn á Aðalstræti í miðborg Reykjavíkur hefur verið laskaður síðustu tuttugu og fimm árin, en Stefán Pálsson vill gert verði við hann, enda sögulegar minjar. Sagnfræðingurinn kemur til okkar og fer yfir merka sögu vatnspóstsins.

Plöntuáhugafólk og blómaunnendur eru hvött til koma og gera skipti á blómum og græðlingum á Borgarbókasafninu í Árbæ á sunnudaginn. Á Plöntuskiptimarkaðnum er upplagt tækifæri fyrir þau sem eiga umfram, deila með öðrum og ekki síður spjalla við aðra ræktendur um umhirðu plantnanna og þetta skemmtilega áhugamál. Katrín Guðmundsdóttir er skiptastjóri eða fer fyrir þessum viðburði og við heyrum í henni hér á eftir.

AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í Hofi á Akureyri í tilefni af því á þessu ári eru 80 ár frá því lýðveldi var stofnað á Íslandi þann 17. júní 1944. Á málþinginu mun fræðifólk og almenningur eiga samræður og skoðanaskipti um stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi. Hvernig hefur tekist til? Hvaða lærdóma draga? Sigurgeir Guðjónsson, stjórnarformaður AkureyrarAkademíunnar verður á línunni.

Hverskonar forseta vill unga fólkið? Þegar stórt er spurt. Landssamband Ungmennafélaga ásamt JCI á Íslandi halda viðburðinn "Völd óskast: Forseti allra kynslóða?" í Iðnó núna á sunnudag. Sylvía Martinsdóttir, formaður félagsins, kemur til okkar.

Jazzþorpið í Garðabæ er djasshátíð sem hóf göngu sína í fyrra á Garðatorgi í Garðabæ. Hún er haldin í annað sinn um komandi helgi og hefst með opnun kl. 18.00 á morgun föstudag. Listrænn stjórnandi Jazzþorpsins er gítarleikarinn knái Ómar Guðjónsson en fær til liðs við sig marga af bestu jazztónlistarmönnum landsins á hátíðina. Ómar verður hér hjá okkur og segir okkur frá.

Við byrjum á kíghósta. Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur en alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið. Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir er á línunni.

Frumflutt

3. maí 2024

Aðgengilegt til

3. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,