Síðdegisútvarpið

Virkar íslensk samfélagsgerð fyrir barnafólk? Jákvæð líkamsímynd inn í sumarið, gæludýrin okkar og sumardagskrá Vagnsins á Flateyri.

Hefur fólk á Íslandi efni á barneignum? spurði María Rut Kristinsdóttir varaþingmaður Viðreisnar í grein sinni á Vísi fyrr í dag og spyr áfram hvort íslensk samfélagsgerð virka fyrir barnafólk þegar ungt fjölskyldufólk nær ekki púsla saman veruleikanum og halda sjó eftir barneignir. María Rut kom til okkar og lýsti áhyggjum sínum.

Veitinga- og skemmtistaðinn Vagninn á Flateyri þekkja margir landsmanna en þessi fornfrægi staður er skyldustopp fyrir þau sem eiga ferð um Vestfirði. Síðustu ár hefur ríkt mikil stemning á Flateyri um sumartímann og engin undantekning virðist á í sumar. Sindri Páll Kjartansson Vagnsstjóri sagði okkur frá sumrinu í Önundarfirði.

loksins er sumarið gengið í garð, eftir vetrarhörku og hlýjar peysur. Af einhverjum ástæðum setjum við ómannlega pressu á það vera í toppformi á ströndinni og sundlaugarbakkanum. Kvíði og vanlíðan geta verið þöglir fylgifiskar sumargleðinnar, en þarf það vera svo? Erna Kristín Stefánsdóttir talar fyrir jákvæðri líkamsímynd og hjálpaði okkur stilla hausinn af, svo við getum notið okkar, þrátt fyrir ófullkomna og mennska kroppa.

þegar brestur á með sumarfríum fjölskyldna og tilhlökkunin mikil hjá ungum sem öldnum þá er spurning hvort hún jafnmikil hjá ferfættu fjölskyldumeðlimunum. Gæludýrin rata ekki endilega alltaf með til Tene eða Beni eða hvert sem leiðin liggur og þá er spurning hverju þarf huga svo gæludýrunum okkar líði sem best. Þær Eygló Anna Ottesen og Anna Margrét Áslaugardóttir hjá Dýrfinnum ræddu við okkur um bestu vinina.

Frumflutt

18. júní 2024

Aðgengilegt til

18. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,