ok

Síðdegisútvarpið

Eiríkur Bergmann sýnir á sér nýja hlið, kosningar í Bandaríkjunum og Nikki Púðason

Við rákum augun í nýja auglysingaherferð frá Embætti Landslæknis þar sem að Nikki Púðason er í aðalhlutverki. Átakið beinist gegn notkun á munntóbaki sem hefur náð mikilli útbreiðslu hér á landi. Við heyrðum í Viðari Jenssyni sem starfar í tóbaksvörnum hjá Embætti Landlæknis.

„Mein Lokal, Dein Lokal“ er afar vinsæll matreiðsluþáttur með yfir 1 milljón áhorf í Þýskalandi, en hann er einnig sýndur í Austurríki og Sviss. Veitingastaðurinn Nordlicht er kominn í úrslit í þýsku matreiðsluþáttunum „Mein Lokal, Dein Lokal“. Í þáttunum keppa 5 veitingastaðir þar sem borðsalurinn, eldhúsbúnaðurinn ofl. er dæmt. Axel Örlygsson er maðurinn á bak við Nordlicht við heyrðum í honum í þættinum.

Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor kemur til okkar á eftir og aldrei þessu vant verður pólitíkin ekki í aðalhlutverki í spjalli okkar við hann. Í síðustu viku kom nefnilega út bókin Óvæntur ferðafélagi, minningabók eftir Eirík. Á Covid tímanum birtist Eiríki skyndilega alvarlegur kvilli, severe tinnitus disorder, Eiríkur gaf kvillanum nafnið Tína og fór að halda dagbók um ástandið og er bókin sem nú er komin út ferðasaga í mörgum skilningi. Eiríkur kom í þáttinn

Árnar þagna er ný heimildarmynd eftir Óskar Pál Sveinsson kvikmyndargerðarmann. Myndin verður frumsýnd á Akureyri á miðvikudaginn. Í myndinni ræðir Óskar Páll við íbúa í Noregi í byrjun sumars þega þegar ljóst var að loka þyrfti nokkrum að bestu laxveiðiám Noregs. Í framhaldi af því ræddi Óskar einnig við fólk sem alist hefur upp við árbakkann hér heima Íslandi um hvaða áhrif það hefði á þeirra líf ef þessi staða kæmi upp hér. Óskar Páll kom til okkar á eftir.

Bandríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun og velja sér forseta. RÚV mun að sjálfssögðu gera kosningunum góð skil og Björn Malmquist er í Pennsylvaniu og við heyrðum í honum

Frumflutt

4. nóv. 2024

Aðgengilegt til

4. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,