Síðdegisútvarpið

Sigmundur Davíð, svarta ekkjan og meme vikunnar

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR og Guðlaugur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri alzheimersamtakanna komu til okkar en er hafinn alzheimer september og eitt og annað sem samtökin ætla gera til vekja athygli á sjúkdómnum. Óskar og Guðlaugur sögðu okkur frá því.

Við heyrðum í Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins á sjötta tímanum og spurðum hann út í fjárlagafrumvarpið og hvernig þingveturinn leggist í hann.

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram með inn­leiðingu kíló­metra­gjalds fyr­ir bens­ín- og dísil­bíla á næsta ári munu bæt­ast við sam­tals 233.000 öku­tæki sem greiða þarf gjaldið af. Þar seg­ir þetta síðara skref við inn­leiðingu nýs, ein­fald­ara og sann­gjarn­ara gjald­töku­kerf­is af öku­tækj­um og eldsneyti. En hvað finnst framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðeigenda um þetta mál á línunni hjá okkur var Runólfur Ólafsson.

Andri Ívarsson uppistandari mætti til okkar með gítarinn vopni og sprellaði fyrir okkur í beinni.

Atli Fannar Bjarkason var á sínum stað með MEME vikunnar á þessum ágæta miðvikudegi.

Svarta ekkjan mætti í Grafarvoginn og við heyrum í Brynhildi Helgadóttur sem fann hana.

En við byrjuðum á þessu, Dalvíkurbyggð er í vandræðum og Síðdegisútvarpið leggur sitt lóð á vogarskálarnar. Óskað er eftir eigendur gáma austur á Sandi og austan við gámasvæði gefi sig fram og hafi samband við Helgu Ingólfsdóttur sem fyrst. Af myndum á trölli.is dæma er um helling af gámum ræða og Helga var á línunni.

Frumflutt

11. sept. 2024

Aðgengilegt til

11. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,