Síðdegisútvarpið

MEME af ólypíuleikunum, 888, bæjarstjóri Hveragerðis og Biggi Maus

Í dag er áttundi ágúst eða áttundi áttundi, og ekki nóg með það þá er dagsetningin í raun 888 því 2+0+2+4 eru átta. En hvað þýðir þetta allt saman ? Sigga Kling verður á línunni hjá okkur eftir smá stund og skýrir þetta út fyrir okkur.

MEME vikunnar verður á sínum stað sjálfssögðu eins og alla fimmtudaga þegar Atli Fannar Bjarkason mætir til okkar og fer yfir það heitasta á internetinu.

Birgir Örn Steinarsson tónlistarmaður kemur til okkar í kaffi en hann er gefa út sóló efni en einhverjir kannast við hann úr hljómsveitnni Maus. Hann verður með stóra tónleika um helgina og við forvitnumst meira um það.

Í morgun bárust fregnir af því unnin hefðu verið skemmdaverk á regnbogafánanum í Hveragerði. Bregðast á við þessu með því mála yfir skemmdaverkin og stækka fánann. Pétur G. Markan bæjarstjóri kemur til okkar á eftir og ræðir við okkur.

En byrjum á íþróttunum, það er auðvitað nóg um vera á Ólympíuleikunum og Helga Margrét Höskuldsdóttir er hingað komin.

Frumflutt

8. ágúst 2024

Aðgengilegt til

8. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,