Síðdegisútvarpið

Bleika slaufan, Stjörnubíó, hvítlaukur og Hrafninn flýgur

Í dag geta áhugasamir um fjallahjólamennsku kynnt sér sportið þegar Hjóladeild Aftureldingar verður með kynningu í Íþróttamiðstöðinni Varmá og svo verður hjólað eftir stígum um mosfelsku Alpanna eins og þau kalla það. Okkur í Síðdegisútvarpinu langar forvitnast um þetta sport og hringdum því í Elías Níelsson en hann er einn af stofnendum hjóladeildarinnar og hefur verið ábyrgur fyrir allskonar þjálfun og heilsurækt í Mosfellsbæ árum saman.

Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til ræða við hvítlauksbónda, en það gerðum við í dag þegar Þórunn Ólafsdóttir var á línunni. Við forvitnuðumst um þennan búskap á Íslandi og í leiðinni ræddum uppskerubrest sem hrjáir hvítlauksbændur á Íslandi.

Aðalbjörn Tryggvason, aðalsprauta hljómsveitarinnar Sólstafir, er enn eina ferðina fara spila undir kvikmyndinni Hrafninn flýgur ásamt hljómsveit sinni. Í ár er það gert í tilefni 40 ára afmæli myndarinnar. Aðalbjörn eða Addi eins og hann er oftast kallaður kom til okkar til ræða þetta meistaraverk íslenskrar kvikmyndagerðar.

Töluvert hefur borið á kvikmyndaumfjöllun í Síðdegisútvarpinu undanfarið enda er RIFF í gangi. Þess vegna er ekki úr vegi rifja upp hið magnaða Stjörnubíó á Laugavegi sem hefði orðið 75 ára í dag væri það enn starfandi.

Framundan er bleikur október eins og ár hvert þar sem vakin er athygli á forvörnum gegn Krabbameini. Og í ár eru 25 ár frá því Bleika slaufan varð til. En Bleika slaufan er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Með því kaupa og bera Bleiku slaufuna sýnum við samstöðu í verki með málstaðnum. Þær Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Sigga Soffía hönnuður Bleiku slaufunnar í ár, komu til okkar í lok þáttar.

En við byrjuðum á þessu.

Í tilefni af Gulum september verður fólki smalað saman í sal Langholtskirkju til prjóna Litlu gulu peysuna. Peysan er hönnuð af Eddu Lilju Guðmundsdóttur en hún gaf Lífsbrú - Miðstöð sjálfsvígsforvarna uppskriftina. Edda sjálf verður á staðnum klukkan 8 í kvöld en var svo góð koma við í Síðdegisútvarpinu fyrst.

Lagalisti:

Snorri Helgason - Aron.

PETER BJÖRN & JOHN - Young Folks.

U2 - Angel Of Harlem.

AMY WINEHOUSE - You Know I'm No Good.

Sólstafir - Hún andar.

HJÁLMAR - Manstu.

Benson Boone - Beautiful Things.

Laddi - Hvítlaukurinn.

THE VERVE - Lucky Man.

Lada Sport - Ég þerra tárin.

KT TUNSTALL - Suddenly I See.

Lipa, Dua - Houdini.

ARCTIC MONKEYS - Do I Wanna Know?.

Frumflutt

30. sept. 2024

Aðgengilegt til

30. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,