Baldur situr fyrir svörum, Stangveiðifélagið 85 ára og þinghlé
Stangaveiðifélag Reykjavíkur er 85 ára í dag - í því tilefni ætlum við að heyra stuttlega í formanninum Ragnheiði Thorsteinsson.
Atli Fannar Bjarkason verður hjá okkur til þess að fara yfir meme vikunnar.
Baldur Þórhallsson er flestum kunnugur. Hann er einn af okkar snjöllustu stjórnmálaskýrendum, baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og nú forsetaframbjóðandi. Hann verður á grillinu í dag og svarar spurningum um allt og ekkert.
Síðasti dagur Alþingis fyrir hlé er í dag. Höskuldur Kári Schram, þingfréttaritari RÚV, fer yfir stöðu þingsins og hvað tekur við þegar þing hefst á ný eftir forsetakosningar.