Síðdegisútvarpið

Nýr landsliðsþjálfari, vopnahlé í vændum og umhverfisstefna stjórnmálaflokkanna,

Félag skólafólks á landsbyggðnini hefur uppá síðkastið unnið verkefni sem kallast Hinsegin lífsgæði / öruggt hinsegin skólaumhverfi á landsbyggðinni, Félagið stóð nýlega fyrir ráðstefnu meðal skólafólks á landsbyggðinni um málefni hinsegin nemenda og ráðstefnan var haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri undir yfirskriftinni: tilheyra.. Ráðstefnan og verkefnið í heild var styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Norrænu ráðherranefndinni.

Davíð Samúelsson, verkefnastjóri Hinsegin lifsgæða sem er félagsskapur skólafólks um velferð hinsegin nemenda á landsbyggðinni var gestur okkar í síðdegisútvarpinu í dag

Rósa Ólöf Ólafíudóttir er hjúkrunarfræðingur og menntuð í uppeldis- og menntunarfræðum. Rósa var senda frá sér ævintýra- og spennusöguna Bláeyg, sem er ætluð yngri kynslóðinni og auðvitað öllum hinum. Hún kom til okkar.

Mörgum brá í brún þegar fréttir þess efnis Åge Hareide ætlaði hætta með íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Hver ætti þá vera næsti landsliðsþjálfari. Við leituðum til þjóðarinnar og opnuðum fyrir símann sm er 5687123,.

Um helgina voru kynntar niðurstöður Sólarinnar, einkunnagjafar Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Metnar voru stefnur og kosningaáherslur stjórnmálaflokkanna í þrem meginþáttum: Loftslagsmál, náttúruvernd og hringrásarsamfélag. Stigagjöfin sýnir svart á hvítu (gulu) styrkleika og veikleika í umhverfis- og loftslagsstefnum flokkanna ásamt hvar þeir eru sammála og hvar ekki.  Snorri Hallgrímsson Forseti ungra umhverfissinna og Ragnhildur Katla Jónsdóttir fræðslufulltrúi komu til okkar.

Svo virðist sem Ísrael og Líbanon séu nálgast samkomulag um vopnahlé og heimsbyggðin fylgist með. Búist er við ákvörðun verði tekin á hverri stundu. Hallgrímur Indriðason fréttamaður fylgist grannt með og hann kom til okkar í dag.

Frumflutt

26. nóv. 2024

Aðgengilegt til

26. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,