Það standa yfir stíf fundarhöld í húsnæði sáttasemjara þar sem kjaraviðræður Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitafélaga eru í gangi. Þetta er þriðji dagurinn í röð þar sem fundað hefur verið frá morgni til kvölds og við heyrðum í Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands.
Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Fanney Karlsdóttir og Leifur Gunnarsson foreldrar barna við skólann mættu til okkar í Síðdegisútvarpið.
Á dögunum kynnti Mosfellsbær aðgerðir í þágu barna og unglinga í Mosfellsbæ. Átakið hefur fengið nafnið „Börnin okkar“ og felur í sér aukafjárveitingu uppá 100 milljónir sem verða notaðar í 27 viðbótaraðgerðir. Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ hún kom til okkar.
Í dag er stór dagur á Akranesi því Einarsbúð er níutíu ára. Hún hefur verið hluti af lífi margra skagamanna í gegnum tíðina en hún hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni frá upphafi. Við hringdum upp á Skaga í afmælisveisluna og heyrðum í Guðna Kristni Einarssyni verslunareiganda.
Nú skruppum í bókabúð í Brussel, þar sem María Elísabet Bragadóttir rithöfundur var að lesa upp úr bókinni sinni Sápufuglinn í gærkvöld - María var fyrr á þessu ári tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins, sem verða formlega afhent í Brussel í kvöld, en þessi verðlaun eru veitt upprennandi rifhöfundum í Evrópu. Sigurvegarinn í ár var danski rithöfundurinn Theis Ørntoft - en flestir þeir sem voru tilnefndir, þar á meðal María, komu fram á ýmsum viðburðum í gærkvöld - Björn Malmquist, okkar maður í Brussel var að sjálfsögðu viðstaddur og ræddi við Maríu eftir upplesturinn.
Eins og öllum ætti að vera kunnugt um þá byrjaði að gjósa uppúr klukkan 11 í gærkvöld á Sundhnúksgígaröðinni. Á línunni hjá okkur var Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna.