Síðdegisútvarpið

Jón Gnarr, Guðmundur Ingi Guðbrandsson utankjörfundaratkvæði á Tenerife og hitamál í Vestamannaeyjum

Þann 17. mai var alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Og á sama tíma bárust þær fréttir Ísland hefði tekið stökk upp í 2. sæti á nýuppfærðu Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks og er áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Og þessu tengt þá er Mannréttindastofnun Íslands í burðarliðnum, en frumvarp um stofnun hennar liggur fyrir þinginu. Allt þetta er tilefni til ræða við Guðmund Inga Guðbrandsson sem er er félags- og vinnumarkaðsráðherra og hann kemur til okkar á eftir.

Það er sameiginlegur fundur forsetaframbjóðenda á Akureyri í kvöld, en svokölluð meistaradeild frambjóðenda er farinn norður, við ætlum hinsvegar halda áfram taka á móti forsetaframbjóðendum hér á Rás 2 en Jón Gnarr verður hjá okkur í seinni hluta þáttar í dag og svarar spurningum um allt og ekkert.

Utanríkisráðuneytið hefur frestað utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Gran Canaria, þar sem hluti kjörgagna sem sendir voru á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. Kosningarnar á Kanaríeyjum hafa gengið brösuglega. Miklar tafir komu upp í vikunni þar sem of fáir kjörseðlar voru á kjörstað þegar kosningar áttu fara fram. Til stóð senda fleiri kjörseðla til eyjanna í pósti, en þegar pakkinn barst til Gran Canaria var hann tómur. Við ætlum ræða við Önnu Clöru Björgvinsdóttur en hún er einmitt ljúka við fund þar sem þessi mál voru rædd og við spyrjum hana út í það.

Á morgun verður haldinn minningarkabarett í Iðnó en þar á minnast Maríu Callista sem var fjölhæf listakona, dansari, ljósmyndari og búningahönnuður en þó fyrst og fremst drottning klassíska burlesksins á Íslandi. María setti mark sitt á íslensku kabarettsenuna með afgerandi hætti frá fyrstu stundu. Brynhildur Björnsdóttir verður á línunni hjá okkur á eftir og segir okkur betur frá þessu.

HS veitur hafa svarað kallinu um halda opinn fund fyrir íbúa í Vestmannaeyjum. Fundurinn fer fram í eldheimum klukkan hálf sex og á línunni hjá okkur er Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. .

Frumflutt

22. maí 2024

Aðgengilegt til

22. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,