Síðdegisútvarpið

Flokkun unaðstækja, Halldóra Geirharðs, og kosningar í Bandaríkjunum

Átt þú gamalt kynlífstæki sem þú veist ekkert hvað á gera við? Blush og SORPA hafa sett af stað nýtt átak í flokkun unaðstækja sem hafa lokið hlutverki sínu

Ónýt kynlífstæki eiga ekki heima í almenna ruslinu Þær komu til okkar Gerður í Blush og Helga Björg Antonsdóttir deildarstjóri þjónustu - og samskiptasviðs hjá Sorpu.

Frístundahúsanotkun er í örum vexti á Íslandi eins og víða annars staðar en þeir bústaðir sem hafa verið byggðir síðustu áratugi hafa farið stækkandi og eru með aðstæðum sem gætu frekar talist til lúxuss frekar en naumhyggju. Í nýlegri grein sem birtist í Bændablaðinu eftir Hörpu Stefánsdóttur prófessor í skipulagsfræði við LbhÍ og Jin Xue, prófessor í skipulagsfræði við NMBU í Noregi er fjallað um frístundahúsabyggð og sjálfbærni svæða sem fara undir frístundahús og farið yfir reynslu norðmanna í þessum efnum. Harpa kom til okkar á eftir og segir okkur betur frá.

Á FB síðu Halldóru Geirharðsdóttur í vikunni sáum við færslu sem hljóðar svona. Ég Halldóra Geirharðsdóttir sendi hér útí kosmósið ég býð uppá ráðgjöf fyrir fólk í skapandi störfum sem þarf samtal um verkefni sem þau eru kljást við. Ég leitast við veita innblástur svo viðkomandi finni byrinn þenja seglin sín. Færslan er lengri töluvert lengri, Við spjölluðum við Halldóru í þættinum.

Atli Fannar Bjarkason veit hvað klukkan slær á samfélagsmiðlum enda sérlegur samfélagsmiðla sérfræðingur Síðdegisútvarpsins

Í kvöld fundar Sagnfræðingafélag Íslands. Viðburðurinn verður haldinn í Neskirkju og er opinn öllum sagnfræðingum sem öðrum. Meðal þeirra sem taka þátt er Jón Ólafsson prófessor í heimsspeki. Hann kom í síðdegiskaffi á eftir.

Kosningar í Bandaríkjunum hefjast á þriðjdaginn og spennan magnast. Á ruv verður öflug kosningaumfjöllun og til segja okkur betur frá umgjörðinni komu þau til okkar Birta Björnsdóttir sem mun stýra kostningavöku hér á ruv og Björn Malmquist sem er á leiðinni til Bandaríkjanna

Frumflutt

30. okt. 2024

Aðgengilegt til

30. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,