Síðdegisútvarpið

Trjónupeðlur, Geðlestin, Aldin gegn lofstslagsvá og Fjarðarheiðargöng

Breska ríkisútvarpið nefnir Frey Alexandersson sem mögulegan eftirmann Erol Bulut hjá Cardiff, sem leikur í ensku Championship deildinni. Bulat var rekinn frá Cardiff um helgina eftir tap gegn Leeds. sem flutti fréttir af þessu snemma í morgun á ruv.is er Óðinn Svan Óðinsson og við settum okkur í samband við hann þar sem hann var staddur í hljóðveri RÚV á Akureyri og spurðum nánar út í þessar fréttir

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með fréttum í dag maður var handtekinn við Suðurlandsveg í gær þar sem hann gekk eftir veginum nakinn. Maðurinn sem um ræðir er Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari og athafnamaður en hefur hann stigið fram og upplýst almenning um þennan gjörning en hann var á sveppatúr ásamt tveimur öðrum einstaklingum. Sveppatúr sem enda svona. Við heyrðum í Guðríður Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðingi í þættinum og spurðum hana út í Trjónupeðlur sem er sveppategundin sem Guðmundur Emil segist hafa innbyrt.

Í tilefni af Gulum september eru landssamtökin Geðhjálp ferðast um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en það hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni en núna er ætlunin hitta sveitarstjórnir, félags- og skólamálayfirvöld annars vegar og almenning hins vegar. Við hittum sveitarstjórnir og félags- og skólayfirvöld í hádeginu en almenning á kvöldfundum. Við heyrðum í Grimi Atlasyni framkvæmdastjóra Geðhjálpar hér á eftir og heyrðum hvar þau voru stödd.

Um helgina bárust fréttir af því Anton Sveinn hefði verið kjörinn formaður Freyfaxa ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Anton Sveinn fór fjórum sinnum á Ólympíuleikana á sundferli sínum en ákvað segja það gott eftir Ólympíuleikana í París í sumar. En hvers vegna ætlar Anton snúa sér pólitík ? Við heyrðum í kappanum fyrr í dag og báðum hann kíkja á okkur hér í Síðdegisútvarpinu og það gerði hann.

ALDIN er hreyfing fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið. Í Aldin samtökunum eru fjölmargir einstaklingarsem starfað hafa í stjórnsýslu, atvinnulífinu,

félagasamtökum og háskólasamfélaginu meðal annars umhverfis og loftslagsmálum. Í nýlegri tilkynningu frá samtökunum hvetur þau til tafarlausra aðgerða gegn fordæmalausri loftslagsvá. Stefán Jón Hafstein sem situr í forsvari samtakanna kom til okkar.

Sveit­ar­stjórn Múlaþings fer fram á það við innviðaráðherra og fjár­mála­herra þeir heim­ili Vega­gerðinni hefja und­ir­bún­ing útboðs vegna Fjarðar­heiðarganga og á línunni hjá okkur var Jón­ína Brynj­ólfs­dótt­ir, for­seti sveit­ar­stjórn­ar Múlaþings.

Frumflutt

23. sept. 2024

Aðgengilegt til

23. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,