Síðdegisútvarpið

Íslensk tunga í fantaformi, fylgi VG að hruni, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og glæný þungarokkhátíð.

Vinstri græn mælast með sögulega lágan stuðning í nýrri skoðanakönnun Gallup og ýmsar útskýringar kunna liggja þar baki. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn nefnir Sunna Valgerðardóttir starfsmaður þingflokks VG í færslu sinni á Facebook í dag og einnig virðist brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr formannsstóli hafa áhrif. Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður Viljans rýndi í stöðu Vinstri grænna með okkur.

Ríflega 400 manns hafa skráð sig í inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði við Háskóla Íslands sem fara fram dagana 6. og 7. júní næstkomandi. Er aðsókn í námið aukast og hvernig undirbúa nemendur sig fyrir prófið. Þórarinn Guðjónsson forseti læknadeildar Háskóla Íslands sagði okkar frá.

Íslensk tunga er sem betur fer milli tanna á fólki, í bókstaflegri merkingu sem annarri en upp á síðkastið hafa margir eða mörg ráðist á ritvöllinn og rætt meinta nýlensku í formi kynhlutleysis. Í glænýrri grein sinni á Vísi.is segir fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir íslenskuna sprelllifandi, í fantaformi þó hún í vissri útrýmingarhættu líkt og geirfuglinn var hér áður. Sigríður vill síður fanga íslenskuna og geyma á safni, hún velti upp hvernig veita málinu vængi í stað þess stoppa upp.

Sátan heitir glæný þriggja daga tónlistarhátíð í Stykkishólmi á Snæfellsnesi og er hún helguð þungarokki. Sátan leggur áherslu á bjóða upp á fjölbreytt úrval af fremstu þungarokkshljómsveitum landsins hverju sinni ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum. Gísli Sigmundsson er einn stofnenda hátíðarinnar og við hringjum í hann vestur á Snæfellsnes.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér umsögn um frumvarp innviðaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir sem ríkisstjórnin og sambandið gerðu samning um til greiða fyrir langtímakjarasamningum. Þar segir meðal annars tíma stjórnarmanna og starfsmanns Sambandsins hafi verið sóað í sýndarsamráði þar sem ekkert tillit var tekið til athugasemda eða leiða til sætta mismunandi sjónarmið varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur til okkar á eftir og ræðir þessi mál við okkur.

Samtök ferðaþjónustunnar segja þá sviðsmynd sem blasir við ferðaþjónustunni í ár vera svarta. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtakanna er á línunni ...

Frumflutt

4. júní 2024

Aðgengilegt til

4. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,