Síðdegisútvarpið

Bogomil í beinni,Sigyn Blöndal í Manilla,Króli og Meme vikunnar

Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ boðaði til upplýsingafundar í dag klukkan 13:30 þar sem farið var yfir breytt fyrirkomulag varðandi aðgengi Grindavík. Við ræddum við Árna Þór Sigurðsson formann Grindvíkurnefndar.

Fjölmiðlakonan Sigyn Blöndal reif sig og fjölskyldu sína upp með rótum og fluttist til Manilla á Filipseyjum í lok sumars. Við sláðum á þráðinn til Sygin strax loknum fimm fréttum og heyrðu af þessu mikla ævintýri sem er rétt byrja.

Leikfélag Akureyrar frumsýndi söngleikinn Litlu Hryllingsbúðina í Samkomuhúsinu fyrr í mánuðinum. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina. Kristinn Óli Haraldsson eða Króli er einn þeirra sem fer með hlutverk í sýningunni og hann kíkti til okkar.

Bogomil Font mætti til okkar í þáttinn á eftir í spjall og spilerí í beinni ásamt Pálma Sigurhjartarsyni.

Á miðvikudögum förum við í MEME vikunnar þegar Atli Fannar Bjarkason kom til okkar og fór yfir það heitasta á samfélagsmiðlum.

Samband íslenskra sveitarfélaga telur verkfallsboðun kennara ólögmæta og hefur stefnt þeim fyrir félagsdóm. Á línunni hjá okkur var Heiða Björg Hilmisdóttir formaður sambandsins.

Frumflutt

16. okt. 2024

Aðgengilegt til

16. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,