Síðdegisútvarpið

Glódís og Gullboltinn,dáleiðsla og ógeðfellt dómsmál í Frakklandi

Suðvestanstormur gengur yfir hluta landsins og er gul viðvörun í gildi fram á kvöld. Björgunarsveitir landsins hafa fest flotbryggjur, skútur og trampólín það sem af er degi. Á Ísafirði slitnaði seglskúta frá legufæri í rokinu og rak upp í grjótgarð og við hringdum vestur til taka stöðuna og heyra í Örnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra Ísafjarðar í þættinum.

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta er tilnefnd til Gullboltans, Ballon d'Or. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Glódísi og fengum til okkar Kristjönu Arnarsdóttur íþróttafréttakonu til fara betur yfir þetta með okkur.

Á hverju hausti leita fjölmargar barnafjölskyldur til Hjálparstarfs kirkjunnar þegar skólastarf er við það hefjast. Ástæðan er einföld og ávallt sama. Þau sem minnst hafa handa á milli þurfa aðstoð við útvega börnum sínum það sem öll börn þurfa á þessum tíma. Vilborg Oddsdóttir frá hjálparstarfi kirkjunnar kom til okkar.

Dáleiðsluskólinn er augýsa eftir nýjum nemendum og hingað til okkar kom Ingibergur Þorkelsson skólastjóri.

MEME vikunnar var á sínum stað eins og alltaf á fimmtudögum í umsjón Atla Fannars Bjarkasonar.

Mál málanna í Frakklandi þessa dagana eru réttrhöld yfir frönskum manni sem bauð tugum manna nauðga eiginkonu sinni meðan hún var undir áhrifum lyfja. Konan segir lögregluna hafa bjargað lífi sínu með því upplýsa málið. Hallgrímur Indriðason fylgist með þessu máli og hann kom til okkar.

Frumflutt

5. sept. 2024

Aðgengilegt til

5. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,