Síðdegisútvarpið

Félags og vinnumarkaðsráðherra um breytingar á örorkukerfinu, íhlutun með aðstoð dýra og símasýki

Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri SAFT Netöryggismiðstöðvar Íslands skrifaði áhugaverða grein á Vísi þar sem hann fjallar um hvers hversu háð við erum símanum okkar og hversu erfitt við virðumst eiga með leggja hann frá okkur. Skúli spyr: Skortir okkur sjálfsstjórn eða felst svarið mögulega einhverju leyti í hönnun tækisins sem vekur okkur morgni og heldur okkur frá því fara sofa kvöldi? Við ætlum ræða þessar áhugaverðu pælingar við Skúla hér rétt á eftir.

Við ætlum heyra af verkefni á eftir sem heitir 100 stories from Iceland en verkefnið felur í sér dreifa 100 frábærum sögum um Ísland,og vekja þannig athygli á ágæti ferðaþjónustunnar á erlendri grundu. Verkefnið er unnið af Pipar/Engine í samvinnu við Íslandsstofu fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og þau sem ætla segja okkur betur frá þessu heita Hreggviður Steinar Magnússon ,leiðtogi í stafrænni markaðssetningu og Lára Ómarsdóttir leiðtogi almannatengsla hjá Pipar koma til okkar á eftir

Við ætlum til okkar Gunnhildi Jakobsdóttur yfiriðjuþjálfa Æfingastöðvarinnar til segja okkur frá starfi stöðvarinnar þar sem stuðst er við dýr í endurhæfingu fyrir börn en hlutverk Endurhæfingarstöðvarinnar er efla börn og ungmenni til almennrar þátttöku með það marki bæta lífsgæði þeirra. Og þar starfar teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og þar hefur í tæp 18 ár verið starfrækt íhlutun með aðstoð dýra. Við ætlum komast því hvernig íhlutun fer fram hér á eftir.

Barnamenningarhátíð hefst í Reykjavík á morgun og stendur til 28. apríl. Í ár er þema hátíðarinnar lýðræði og verður lögð sérstök áhersla á viðburði sem tengjast lýðræði

Hátíðin fer fram um alla borg og býður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum og taka miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þessa sex daga sem hátíðin stendur yfir. Björg Jónsdóttir er verkefnastjóri barnamenningarhátíðar hún kemur til okkar og segir okkur betur frá.

Í kvöld fer fram hörku leikur í Subway deild karla í körfubolta þegar Valur og Höttur takast á í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum, og staðan er 2-1 fyrir Val. Það er allt undir og leikurinn fer fram í höllinni á Egilsstöðum.

Sigríður Sigurðardóttir stjórnmarmaður í körfuknattleiksdeild Hattar verður í sambandi við okkur á eftir.

Einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi var kynnt á fundi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem fram fór í Safnahúsinu við Hverfisgötu, betur þekkt sem Þjóðmenningarhúsinu, fyrr í dag. Yfirskrift fundarins var „Öll með“.Fyrirhugaðar breytingar fela í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi. Guðmundur Ingi kemur til okkar í dag

Frumflutt

22. apríl 2024

Aðgengilegt til

22. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,