Síðdegisútvarpið

Elskuleg, utanríkisráðherra í New York, Bergrisar, og Endurtekið

79. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York stendur sem hæst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hélt utan til Bandaríkjanna á mánudaginn til taka þátt í ráðherraviku sem haldin er árlega í upphafi allsherjarþingsins, en hún flytur svo ávarp í sjálfu þinginu á laugardaginn. Við heyrum í Þórdísi Kolbrúnu eftir smá stund.

eru allir tala um hvað við getum gert fyrir unga fólkið okkar í ljósi liðinna atburða. Þetta getum við gert: Gripið ungmenni í vanlíðan snemma og hjálpað þeim með hlustum og handleiðslu fagaðila!

Svona hefst færsla leikkonunnar Unnar Aspar á Facebook í vikunni. Hún er ein þeirra sem staðið hefur símavaktina fyrir BERGIÐheadspace í safna bergrisum. BergiðHEADSPACE er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Markmið Bergsins er bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu og enga biðlista. Unnur Ösp Stefánsdóttir kemur á eftir.

Íslensk kvikmyndagerð er í hávegum höfð á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem hefst í Háskólabíói á fimmtudag í næstu viku, þann 26. september og stendur yfir til 6. október. Úrvalið af leiknu efni og heimildarmyndum, eftir íslendinga eða um Ísland, hefur raunar aldrei verið meira en á RIFF en hátíðin er haldin í 21. sinn.

Opnunarmyndin nefnist Elskling eða Elskuleg og er eftir Lilju Ingólfsdóttur en þetta er fyrsta mynd þessarar norsk/íslensku leikstýru sem kemur til okkar í Síðdegisútvarpið i dag.

Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson umsjónarmenn þáttanna Endurtekið mæta til okkar á eftir með uppskrift í rassvasanum og segja okkur frá efni þáttar kvöldsins. Þar munum við meðal annars sjá hvernig stjörnukokkur slær upp veislu úr hráefnum sem hefðu annars endað í ruslinu og við hittum ruslara sem dýfa sér í gáma í leit mat.

Ofhugsun er glæný uppistandssýning og jafnframt frumraun Ásgeirs Inga Gunnarssonar í uppistands senunni á Íslandi.

Sýningin gefur innsýn í hugarheim næstum 30 ára leikara og verðandi föður sem hugsar mjög mikið um lífið og tilveruna eða réttar sagt ofhugsar hlutina. Ásgeir kemur til okkar í lok þáttar.

Mikið hefur verið rætt og ritað um íslenska skólakerfið og svo virðist sem sífelldar breytingar á námsmati, námskrá, niðurfellingu samræmdra prófa, lakar niðurstöður í Pisa könnunum, og drengir eiga erfiðara með lesa sér til gagns, og notkun samfélagsmiðla hefur ekki hjálpað til í skapa sátt um skólakerfið. Í grein sem Kristján Hrafn Guðmundsson fyrrverandi grunnskólakennari og faðir þriggja barna skrifaði á Vísi í geir og ber yfirskriftina Hvar er grunnskólinn, veltir Kristján því fyrir sér á hvaða leið íslenski grunnskólinn og við fáum hann til okkar á eftir til svara því.

Frumflutt

26. sept. 2024

Aðgengilegt til

26. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,