Síðdegisútvarpið

Albert Guðmundsson sýknaður,mótsmet á EM í hópfimleikum og Helga Braga

Helga Braga Jónsdóttir leikkona kom til okkar í hljóðver Rásar 2 en í gær var hátíðarfrumsýning á myndinni Topp 10 Möst í Smárabíói. Helga Braga fer með annað aðalhlutverkið í myndinni sem fjallar um lífsleiða miðaldra konu og hortugt flóttafangakvendi sem ferðast þvert yfir landið á vit ævintýranna.

Andrea Sif Pétursdóttir er fyrsta konan til keppa sex sinnum í röð með A landsliðinu á EM í hópfimleikum, þar með er það mótsmet. Hún er einnig fyrirliði íslenska hópsins í hópfimleikum. Íslenski hópurinn er fara til Baku um helgina á EM, Andra Sif kom til okkar.

Og eins og undanfarna fimmtudaga komu til okkar dagskrárgerðamennirnir Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson og við ræddum við þau um Endurtekið sem er á dagskrá RÚV í kvöld.

Leikararnir Vilhelm Neto og Fannar Arnarsson komu til okkar en á morgun verður frumsýnt verkið Óskaland í Borgarleikhúsinu. Óskaland ku vera bráðskemmtilegt verk um fjölskylduflækjur í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar og við forvitnuðumst meira um söguþráðinn.

VIð fengum lifandi tóna fyrir lok þáttar þegar Íris Hólm og Arnar Jónsson komu til okkar og taka ábreiðu fyrir okkur í beinni. Þau hafa verið vinna saman mússík undanförnu og eru senda frá sér lagið Tales of blue og við frumfluttum það.

Albert Guðmundsson var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknaður af því hafa beitt konu kynferðisofbeldi. Dómurinn var kveðinn upp í hádeginu en sjálfur mætti Albert ekki í dómsuppsöguna þar sem hann er búsettur í Flórens vegna starfa sinna. Og til okkar kom Valur Grettisson fréttamaður sem hefur fylgst með málinu.

Frumflutt

10. okt. 2024

Aðgengilegt til

10. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,