Síðdegisútvarpið

Kynhlutlaus klósett,tækifæri fatlaðra barna innan íþróttahreyfingarinnar og uppboðssíða fyrir peningaseðla

Páll Þór Ómarsson Hillers er stofnandi Facebook síðunnar Uppboðssíða fyrir peningaseðla. Þar eru uppboð á íslenskum og erlendum seðlum. Það sem vakti athygli Síðdegisútvarpsins voru uppboð á á virkum 10 þúsund króna seðlum sem fara á t.d. 13 þúsund krónur. Hvar liggja verðmætin? Páll svarar því í þættinum.

Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með sem er samstarfsverkefni íþrótthreyfingarinnar (ISI, UMFÍ og ÍF) kemur til okkar á eftir. Verkefnið gengur útá fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar og við förum yfir stöðuna í þessum málaflokki með Valdimar og spyrjum hann útí verkefnið.

Steindór Þórarinsson er fara af stað með nýjung á Íslandi sem er markþjálfun fyrir tónlistarfólk. En hver er munurinn á slíkri markþjálfun og hefðbundinni markþjálfun? Steindór segir okkur allt um það.

Óhætt er segja allt hafi farið á hliðina þegar opnað var fyrir símann á föstudaginn og hlustendur voru spurðir um álit sitt á kynjahlutlausum salernum. Nokkur náðu inn og flest voru þau neikvæð í garð salernanna, en svo hrundi símkerfið og ekki náðist laga símann fyrir loka þáttar. Við fundum okkur því knúin til hafa framhald á þessum símatíma í þættinum.

Í kvöld hefja göngu sína á RÚV nýjir íslenskir heimildarþættir þar sem Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Viktoría ætlar kíkti til okkar fyrir lok þáttar og sagði okkur aðeins betur frá þessu.

Tryggingarfélög óttast tjón hljótist af þegar Veitur loka fyrir Suðuræð í kvöld. Heitavatnslaust verður á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í um einn og hálfan sólarhring. En hverju þarf fólk huga til koma í veg fyrir tjón ? Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

19. ágúst 2024

Aðgengilegt til

19. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,