Síðdegisútvarpið

Kynhlutlaus klósett,tækifæri fatlaðra barna innan íþróttahreyfingarinnar og uppboðssíða fyrir peningaseðla

Páll Þór Ómarsson Hillers er stofnandi Facebook síðunnar Uppboðssíða fyrir peningaseðla. Þar eru uppboð á íslenskum og erlendum seðlum. Það sem vakti athygli Síðdegisútvarpsins voru uppboð á á virkum 10 þúsund króna seðlum sem fara á t.d. 13 þúsund krónur. Hvar liggja verðmætin? Páll svarar því í þættinum.

Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með sem er samstarfsverkefni íþrótthreyfingarinnar (ISI, UMFÍ og ÍF) kemur til okkar á eftir. Verkefnið gengur útá fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar og við förum yfir stöðuna í þessum málaflokki með Valdimar og spyrjum hann útí verkefnið.

Steindór Þórarinsson er fara af stað með nýjung á Íslandi sem er markþjálfun fyrir tónlistarfólk. En hver er munurinn á slíkri markþjálfun og hefðbundinni markþjálfun? Steindór segir okkur allt um það.

Óhætt er segja allt hafi farið á hliðina þegar opnað var fyrir símann á föstudaginn og hlustendur voru spurðir um álit sitt á kynjahlutlausum salernum. Nokkur náðu inn og flest voru þau neikvæð í garð salernanna, en svo hrundi símkerfið og ekki náðist laga símann fyrir loka þáttar. Við fundum okkur því knúin til hafa framhald á þessum símatíma í þættinum.

Í kvöld hefja göngu sína á RÚV nýjir íslenskir heimildarþættir þar sem Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Viktoría ætlar kíkti til okkar fyrir lok þáttar og sagði okkur aðeins betur frá þessu.

Tryggingarfélög óttast tjón hljótist af þegar Veitur loka fyrir Suðuræð í kvöld. Heitavatnslaust verður á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í um einn og hálfan sólarhring. En hverju þarf fólk huga til koma í veg fyrir tjón ? Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

19. ágúst 2024

Aðgengilegt til

19. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,