ok

Síðdegisútvarpið

Kosningar á morgun, EM í handbolta, og jólaálfur SÁÁ

Á morgun göngum við til kosninga og Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans komu til okkar og spáðu í spilin.

Fréttamennirnir Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og Stígur Helgason komu til okkar en Í kvöld er komið að leiðtogaumræðunum hér á RÚV þegar að forystufólk flokkanna mætist í kappræðum í sjónvarpssal og svo verður venju samkvæmt kosningavaka hér á RÚV annað kvöld. Nú er staðan sú að það gæti þurft að fresta kjörfundi einhvers staðar á Austurlandi. Veðurspáin er þannig að allar líkur eru á því að atkvæði berist ekki á réttum tíma á talningarstaði. Við rædum þetta og ýmislegt fleira við Stíg og Hólmfríði.

Gabríel Kristinn Bjarnason landsliðskokkur hefur sent frá sér matreiðslubókina Þetta verður veisla. Hann kíkti til okkar og sagði okkur frá bókinni, og gaf okkur nokkur góð ráð er kemur að eldamennsku og svo báðum við hann líka að stinga upp á einhverju sniðugu sem þið hlustendur góðir gætuð eldað á kjördag.

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að jólaálfurinn er kominn til byggða. Stefán Pálsson er markaðs- og kynningarstjóri SÁÁ hann var á línunni.

EM kvenna í Handbolta hófst í gær og nú er komið að fyrsta leik stelpanna okkar. Ísland mætir Hollandi núna klukkan fimm og Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður kom til okkar.

Frumflutt

29. nóv. 2024

Aðgengilegt til

29. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,