Síðdegisútvarpið

Stjórnarkreppa, ráðherrann á ruv og Herbert Guðmundsson

Ísland mæt­ir Wales í Þjóðadeild karla í fót­bolta á Laug­ar­dals­velli klukk­an 18:45. Ísland er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins en Wales í 2. sæti með fjögur stig og því er mikið í húfi fyrir íslenska liðið. Við hituðum upp fyrir leikinn og fengum Gunnar Birgisson íþróttafréttamann til okkar.

Í vikunni lagði Ingibjörg Isaksen þingmaður framsóknarflokksins í annað sinn fram þingmál um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Þingmálið hefur tekið einhverjum breytingum frá því það var fyrst lagt fram og við hringdum norður til Akureyrar þar sem Ingibjörg er stödd og fengum nánari útlistingar á því í hverju þessar breytingar felast.

Við vorum með fréttir frá Kaupmannahöfn í vikunni í tilefni af heimsókn Höllu forseta og Björns eiginmanns hennar til Kóngsins Köbenhavn. Við héldum áfram með umfjöllun og heyrðum í Jóhannu Edwald sem flutti forseta, kóngi og fleira góðu fólki kjarnyrta ræðu um jafnréttismál í Jónshúsi. Þar talaði Jóhanna sem meðstofnandi Katla Nordic, netverks sem stofnað var til efla og styðja konur í atvinnulífinu.

Stórvinur Síðdegisútvarpsins Herbert Guðmundsson kíkti í kaffibolla til okkar á föstudegi vopnaður "glænýrri" ábreiðu sem hann leyfa okkur heyra.

Önnur þáttaröð íslensku dramaþátta Ráðherran byrjar á sunnudaginn hér hjá okkur á ruv. Benedikt Ríkharðsson snýr aftur í stjórnmál eftir hafa tekið sér leyfi frá embætti forsætisráðherra vegna geðhvarfa. Hann kemur auga á ýmis konar ranghugmyndir stjórnkerfisins um samfélagið sem honum reynist erfitt breytt enda brennimerktur vegna fordóma í garð geðsjúkdóma. Aðalhlutverk eru í höndum Ólafs Darra Ólafssonar og Anítu Briem. Leikstjórar eru Arnór Pálmi Arnarson og Katrín Björgvinsdóttir og Katrín kom til okkar. .

En við byrjuðum á stöðunni á ríkisstjórnarsamstarfinu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðipróffesor kom til okkar

Frumflutt

11. okt. 2024

Aðgengilegt til

11. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,