ok

Síðdegisútvarpið

Netárásir, Stebbi og Eyfi í Köben, Meme, og undirbúningur fyrir sölu fasteignar

Netárásir hafa verið gerðar á nokkrar ríkisstofnanir í Sviss sem taka þátt í undirbúningi fyrir friðarráðstefnu um Úkraínu um helgina. Búist er við fulltrúum 90 ríkja og stofnana á ráðstefnuna. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir sem stýrir viðskiptaþróun netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland kemur til okkar á eftir.

Hvernig komum við íbúðinni eða húsinu í stand áður en við setjum það á sölu? Má vera dót á borðum, persónulegir munir eða hvað ? Páll Pálsson fasteignasali kemur til okkar á eftir og leiðbeinir okkur um þessi mál.

Börlesk er sérlega fjölbreytt sviðslistaform sem einkennist af húmor, kynþokka, satíru og glæsileika.

Gestir og gangandi fá að kynnast þessum heimi um helgina á viðburði sem Róberta Michelle ætlar að segja okkur betur frá.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifaði pistil á Vísi í gær og spyr þar hvar virðing ríkisstjórnarflokkanna sé fyrir verkefni sínu. Fulltrúarnir séu eins og óhamingjusöm hjón sem séu að setja Íslandsmet í væli. Við þetta bætist að þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega við upphaf þingfundar í morgun vegna þeirrar óvissu sem ríkir um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Ekkert samkomulag liggur fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu og þá hafa stjórnarflokkarnir ekki náð samkomulagi sín á milli um forgangsröðun mála. Við heyrum í Þorbjörgu í þættinum í dag.

Meme vikunnar er á sínum stað Atli Fannar Bjarkason kemur til okkar í lok þáttar.

íslendingafélagið í Kaupmannahöfn stendur fyrir þjóðhátíðartónleikum á laugardagskvöldið næsta en þar verða Stebbi og Eyfi ásamt Andreu Jóns í aðalhlutverki. Við sláum á þráðinn til Eyfa í upphafi þáttar.

Frumflutt

13. júní 2024

Aðgengilegt til

13. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,