Síðdegisútvarpið

Netárásir, Stebbi og Eyfi í Köben, Meme, og undirbúningur fyrir sölu fasteignar

Netárásir hafa verið gerðar á nokkrar ríkisstofnanir í Sviss sem taka þátt í undirbúningi fyrir friðarráðstefnu um Úkraínu um helgina. Búist er við fulltrúum 90 ríkja og stofnana á ráðstefnuna. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir sem stýrir viðskiptaþróun netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland kemur til okkar á eftir.

Hvernig komum við íbúðinni eða húsinu í stand áður en við setjum það á sölu? vera dót á borðum, persónulegir munir eða hvað ? Páll Pálsson fasteignasali kemur til okkar á eftir og leiðbeinir okkur um þessi mál.

Börlesk er sérlega fjölbreytt sviðslistaform sem einkennist af húmor, kynþokka, satíru og glæsileika.

Gestir og gangandi kynnast þessum heimi um helgina á viðburði sem Róberta Michelle ætlar segja okkur betur frá.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifaði pistil á Vísi í gær og spyr þar hvar virðing ríkisstjórnarflokkanna fyrir verkefni sínu. Fulltrúarnir séu eins og óhamingjusöm hjón sem séu setja Íslandsmet í væli. Við þetta bætist þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega við upphaf þingfundar í morgun vegna þeirrar óvissu sem ríkir um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Ekkert samkomulag liggur fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu og þá hafa stjórnarflokkarnir ekki náð samkomulagi sín á milli um forgangsröðun mála. Við heyrum í Þorbjörgu í þættinum í dag.

Meme vikunnar er á sínum stað Atli Fannar Bjarkason kemur til okkar í lok þáttar.

íslendingafélagið í Kaupmannahöfn stendur fyrir þjóðhátíðartónleikum á laugardagskvöldið næsta en þar verða Stebbi og Eyfi ásamt Andreu Jóns í aðalhlutverki. Við sláum á þráðinn til Eyfa í upphafi þáttar.

Frumflutt

13. júní 2024

Aðgengilegt til

13. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,