Síðdegisútvarpið

Laufskálarétt, Jón Gnarr og Þórður Snær í stjórnmálin, Páll Óskar og Nikótínpúðar

Þeim fjölgar einstaklingunum sem skráð hafa sig á lista stjórnmálaflokka fyrir næstu kosningar. Tveir þeirra komu til okkar í dag þeir Jón Gnarr sem hyggst vinna fyrir Viðreisn og Þórður Snær Júlíusson sem tilkynnti í morgun hann hefði gengið til liðs við Samfylkinguna.

Í dag birtist aðsend grein á Vísi undir yfirskritinni: Þegar Joe Camel varð jafngóður vinur barnanna og Mikki mús, en Joe Camel þessi var teiknimyndafígúra úr smiðju samnefndra sígarettna, fígúra sem var notuð í auglýsingaherferðum á áttunda, níunda og tíunda áratugnum og er talinn hafa átt sinn þátt í snúa við dvínandi sölu á Camel sígarettum. Í greininni á Vísi fjallar Eyrún Magnúsdóttir, foreldri og blaðamaður um mikilvægi þess stjórnvöld sofi ekki á verðinum hvað varðar nikótínpúða. Eyrún kom til okkar í þáttinn og ræddi þessi mál.

Grín í barnabókum er yfirskrift ráðstefnu um barna-og unglingabækur sem haldin verður í fordyri Salarins í Kópavogi á morgun laugardag. Þar munu flytja erindi rithöfundarnir Eygló Jónsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Bjarni Fritzson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Við fengum smá forsmekk af því sem koma skal í Salnum en Lóa Hjálmtýsdóttir mætti til okkar,

Föstudagsgestur okkar þessu sinni er enginn annar en Páll Óskar.

Laufskálarétt í Hjaltadal verður haldin á morgun en lagt verður af stað frá áningarhólfi hestamanna við Sleitustaði. Um kvöldið verður svo Laufskálaréttarballið en það er haldið í reiðhöllinni á Svaðastöðum. Þetta er án efa hápunktur ársins í Skagafirði - við hringjum norður og heyrðum í Viggó Jónssyni sem sagði okkur allt af stemningunni.

Frumflutt

27. sept. 2024

Aðgengilegt til

27. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,