Síðdegisútvarpið

Stúdentamótmæli, Stígamót, landris og kvikmyndagerð í vexti

Ríkisstjórnin gæti farið í átak og sett upp hvata eða ívilnanir fyrir einstaklinga og fyrirtæki til setja upp sólarsellur eins og við höfum séð víða í Evrópu. Þá hefur seinagangur í taka upp evrópskar reglugerðir orðið til þess Íslendingar eru á eftir þegar kemur lagaumhverfi í orkumálum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps um bætta orkunýtni og nýja orkuöflun og var birt á þriðjudaginn. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG var í hópnum og á línunni.

Landris mælist enn við Svartsengi og þrýstingur eykst í kvikuhólfinu þar undir og því eru áfram taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist. Þar auki er hætta talin á hraun geti náð yfir varnargarða austan Grindavíkur ef kraftur gossins eykst á en hraun hefur hlaðist upp þar undanfarnar vikur. Þorvaldur Þórðarson sagði okkur frá stöðu mála á Suðurnesjum.

Hér á landi hefur kvikmyndaiðnaðurinn vaxið gríðarlega síðustu árin og kvikmynda- og sjónvarpsgerð í örum vexti sem starfsgrein. Samhliða því hefur nám í kvikmyndatækni verið eflt og byggt á góðu samstarfi við atvinnulífið og fagfólk úr kvikmyndabransanum. Stúdíó Sýrland auglýsir í samvinnu við Rafmennt umsóknir til kvikmyndanáms og við forvitnuðumst um stöðuna í íslenskum kvikmyndaiðnaði hjá Þór Pálssyni framkvæmdarstjóra Rafmenntar og Ingu Lind Karlsdóttur, eiganda framleiðslufyrirtækisins Skots.

Stígamót birti í dag ársskýrslu sína þar fram kemur langflestir þolendur kynferðisofbeldis þekkja gerendur sína. Þá eru flestir þeirra sem verða fyrir ofbeldinu undir átján ára þegar það átti sér stað. Drífa Snædal, talskona Stígamóta kom til okkar.

Bandarískir stúdentar hafa verið með mótmæli í fjölmörgum háskólum í tengslum við stríði Ísraels og Hamas, en mikið hefur verið fjallað um Coumbia-háskólann í þessu samhengi. Nemendur hafa meðal annars krafist þess háskólarnir slíti á öll tengsl við fyrirtæki sem styðja ísraelsku ríkisstjórnina og fleira. Þá hefur einnig borið á samskonar mótmælum hér á landi. Rakel Anna Boulter ræddi við okkur um mótmælin, bæði hér heima sem og í Bandaríkjunum

Það voru Valur Grettisson og Kristján Freyr sem voru umsjónarmenn þáttarins.

Frumflutt

2. maí 2024

Aðgengilegt til

2. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,