Síðdegisútvarpið

Menntun fjalla - og jöklaleiðsögumanna, Bataskólinn, og Oasis

Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir það lykilatriði við sem samfélag tökum þá ákvörðun fjárfesta í kennurum með það leiðarljósi auka fagmennsku en 20 prósent þeirra sem sinna kennslu hafa ekki kennsluréttindi. Magnús Þór kom til okkar og við fórum yfir stöðuna svona í upphafi skólaársins.

Líkt og kunnungt er varð banaslys um helgina í Breiðamerkurjökli þegar ísveggur hrundi og annar einstaklingur er alvarlega slasaður. Mikið hefur verið rætt um öryggismál í kjölfar slyssins og á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið mynda starfshóp fjögurra ráðuneyta sem samanstendur af ráðuneytisstjórum forsætis-, ferðamála-, umhverfis- og dómsmálaráðuneytis til skoða þessi mál betur og skerpa á reglum. Ívar Finnbogason er leiðbeinandi fyrir jökla- og fjallaleiðsögumenn og við ætlum heyra í honum og spurðum hann út í þær áherslur sem lagt er á þegar kemur menntun þeirra sem fara með hópa á fjöll og jökla.

Bataskólinn er fyrir fólk sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og aðstandendur þar sem kennd eru fjölbreytileg námskeið sem öll fjalla um bata á einhvern hátt nemendum kostnaðarlausu. Námið er byggt á jafningjagrunni og við skólann starfa fjölmargir jafningjafræðarar. Við fengum til okkar þær Guðnýju Guðmundsdóttur sem er verkefnastjóri skólans og Sigrúnu Sigurðardóttur jafningjafræðara

stendur yfir evrópumót ungmenna í skák. Í ár er metþáttaka hjá Íslendingum en 23 íslenskir keppendur eru skráðir til leiks á þetta árlega mót sem þessu sinni fer fram í stórborginni Prag í Tékklandi. Við slóum á þráðinn til Ingvars Þórs Jóhannessonar sem er einn líðstjóri hópsins.

En við byrjuðum á bresku hljómsveitinni Oasis sem hefur boðað endurkomu sína. Samstarf bræðranna Noel og Liam Gallagher var á tíðum stormasamt en sveitin hætti fyrir 15 árum síðan. Við heyrðum í Davíð Magnússyni aðdáanda sveitarinnar.

Frumflutt

27. ágúst 2024

Aðgengilegt til

27. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,