Síðdegisútvarpið

Kúreki norðursins, borgarstjóri, Gljúfrasteinn og rafrænar kosningar

Boðað hefur verið til íbúafunda á Vestfjörðum þar sem fjallað verður um gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði og gerð Sóknaráætlunar Vestfjarða til næstu fimm ára og öllum ungum sem öldnum er boðið borðinu. Sigríður Kristjánsdóttir er framkvæmdarstjóri Vestfjarðastofu og segir okkur betur frá fundunum sem fram undan eru.

Birta Fróðadóttir arki­tekt og lektor við arki­tekt­úr­deild LHÍ mun leiðsegja gestum um menningarheimilið Gljúfrastein næsta laugardag og beina þá sjón­um til­urð húss­ins, hönn­un þess og því sérst­æða safni hönn­un­ar­hús­gagna og lista­verka sem myndarheim­ilið Gljúfra­steinn býr yfir. Birta kemur og gefur okkur nasasjón af leiðsögninni.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri kemur til okkar í dag en hann hefur setið í stóli borgarstjóra í 4 mánuði. Við ætlum ræða ýmislegt við Einar eins og leiksólamálin í borginni, nýjan unglingaskóla í Laugardalnum, stórfellda uppbyggingu fyrir okkar besta fólk og tengist húsnæðismálum og ferðamannaborgina Reykjavík svo eitthvað talið.

Heimildamyndahátíðin Skjaldborg var haldin um síðustu helgi á Patreksfirði í sautjánda sinn. Ein af verðlaunamyndum hátíðarinnar var Kúreki norðursins - sagan af Johnny King. Hún fjallar um gamlan íslenskan kántrýsöngvara sem er á krossgötum

í lífinu sem gerir eina loka tilraun til fara aftur á bak. Árni Sveinsson leikstjóri heimsótti hátíðina með téða mynd í farteskinu og við fáum hann í heimsókn.

Og ekki gleyma föstum lið hér í Síðdegisútvarpinu, sem er meme vikunnar með Atla Fannari. Við sjáum hvað er helst á takteinum í hinni djúpu hít alnetsins þessa vikuna.

Og eins og við ræddum í Síðdegisútvarpinu í gær þá hefur gengið á ýmsu varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Kanarí eyjum í tengslum við forsetakosnigar 1. júní nk. Kjörseðlar týndust, þeir voru of fáir og þar fram eftir götunum. Þetta stendur allt til bóta og á vera komið í gott lag en í gær ræddum við við Önnu Clöru Björgvinsdóttur sem búið hefur lengi á Tenerife og hún velti því upp hvers vegna í ósköpunum ekki er hægt gera þetta rafrænt. Og við gátum ekki svarað því en í dag fáum við Krsitínu Edwald sem er formaður lands­kjör­stjórn­ar og fáum hana til svara.

Frumflutt

23. maí 2024

Aðgengilegt til

23. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,