Síðdegisútvarpið

Of margir bílar á Akureyri, Skálmöld, og gengið í skólann

Guðmundur Haukur Sigurðarsson framkvæmdarstjóri Vistorku skrifaði nýlega grein á síðu Vistorku þess efnis á Akureyri fjölgar ökutækjum fjórfalt hraðar en íbúum. Við heyrðum í Guðmundi í þættinum.

Á fimmtudaginn býðst áhugafólki um glæpasögur og spurningakeppnir taka þátt í einstökum viðburði sem sameinar þetta tvennt. Þá efnir Hið íslenska glæpafélag til laufléttrar en þó skuggalega spennandi spurningakeppni um íslenskar glæpasögur í samstarfi við 21 almenningsbókasafn á landinu, Foringi hins íslenska glæðafélags er Ævar Örn Jósepsson hann sagði okkur allt um Glæpakviss í Glæpafári

Krissi, Kristmundur Guðmundsson er kennari í 7. bekk í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Hann er í þessum töluðu orðum reima á sig hlaupaskóna en hann er fara hlaupa 10 Km um Hafnarfjörð í takti við lag sem hann samdi um einmitt þá leið sem hann ætlar hlaupa í þúsundasta skipti. Við heyrðum í honum.

Göngum í skólann 2024 verður sett hátíðlega á morgun miðvikudaginn 4. september í Brekkuskóla á Akureyri. Þetta er í átjánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi. Fjöldi skóla sem tekur þátt hefur fjölgað jafnt og þétt með árunum en fyrst þegar verkefnið fór af stað árið 2007 tóku 26 skólar þátt og í fyrra voru alls 83 skólar skráðir til þátttöku. Í Rimaskóla í Grafarvogi hefur átakið gengið og þar er keppt um Gullskóinn allt með það markmiði sem flesta til taka þátt Davíð Már Sigurðsson er íþróttakennari við skólann við hringdum í hann.

Hljómsveitin Skálmöld kemur fram á einstökum tónleikum í Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn, nyrsta þorpi Íslands, næsta laugardagskvöld. Hluti Skálmaldar kemur og eftir og gerir það sem hljómsveitin gerir nánast aldri, spila órafmagnað lag eftir aðra! Þráinn Árni Baldvinsson og Jón Geir komu til okkar.

Við höfum verið dugleg fjalla um sólarsellur hér í Síðdegisútvarpinu. er svo komið því spjalla við Þórdísi Sigurðardóttir íbúa Neskaupsstaðar, en hún ásamt manni sínum Jeff Clemmensen hefur verið setja sólarsellur á húsþakið hjá sér til einkanota. Við hringdum í hana.

Frumflutt

3. sept. 2024

Aðgengilegt til

3. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,