Síðdegisútvarpið

Samgöngusáttmáli, reiðhjólahaustið og stýrivextir

Ríkisstjórnin kynnti uppfærðan samgöngusáttmála á blaðamannafundi í Salnum í Kópavogi klukkan 13 í dag. Viðstödd voru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra auk borgarstjórans í Reykjavík og bæjarstjóra Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnanesbæjar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri kom til okkar og fór yfir það helsta sem kynnt var á fundinum.

Tekjublaðið kom út í gær en það er gefið út árlega og þar finna lista yfir tekjuhæstu Íslendingana á ýmsum sviðum. Skafti Harðarson Formaður Samtaka skattgreiðenda er ósáttur við útgáfu blaðsins og við heyrðum í honum

þegar farið er rökkva á kvöldin er tímabært heyra hvað verk verða setta á fjalirnar í leikhúsum landsins í vetur. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri kom til okkar og fór yfir það helsta sem verður í boði Þjóðleikhúsinu.

eru skólarnir fara í gang og síðsumarið síga yfir og við ætlum huga því sem er gerast í heimi hjólreiðanna.

Birgir Fannar Birgisson frá reiðhjólabændum kom til okkar og við ræddum við hann um hjólreiðar frá ýmsum sjónarhornum.

En við byrjuðum á manninum sem vonaði það besta en óttaðist það versta þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti þá ákvörðun sína í morgun halda stýrivöxtum óbreyttum og það er Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Frumflutt

21. ágúst 2024

Aðgengilegt til

21. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,