ok

Síðdegisútvarpið

Staðan í pólitíkinni, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar og áhrif snjalltækja og fjölskyldur

Það er líf og fjör í pólitíkinni og við ætlum að heyra í Loga Einarssyni þingflokksformanni Samfylkingarinnar á eftir og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni miðflokksins og ræða stöðuna.

Félag íslenskra barnalækna stóð fyrir málþingi á Barnaspítala Hringsins um helgina en þingið var helgað svefnöryggi ungbarna. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Dr. Benjamin Hoffman, bandarískur barnalæknir og forseti bandarísku barnalæknasamtakanna en hann telur að Ísland geti verið í fararbroddi þjóða þegar kemur að öryggi ungbarna því hér sé til staðar sterkt félagslegt öryggisnet með ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum. Helga Elídóttir barnalæknir og formaður félags íslenskra barnalækna kemur til okkar og segir okkur frá ráðstefnunni og því helsta sem þar kom fram.

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2021-2025 lagði þá skyldu á borgina að setja saman starfshóp sem myndi leita leiða til að draga úr hjólreiðaþjófnaði.

Nú er skýrsla hópsins tilbúin og bæði er þar áhugaverð tölfræði um fjölda þjófnaða og skiptingu, en ekki síður eru þær leiðir sem lagt er til að skoðaðar verði til að draga úr þjófnaði, ekki síður áhugaverðar. Við æltum að ræða þess skýrslu við Birgi Birgisson formann reiðjólabænda á eftir.

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni hefur áhyggjur af skammtíma og langtíma afleiðingum óhóflegrar skjánotkunar á fjölskyldur og einstaklinga. Theodor hefur kynnt sér fjölmargar rannsóknir þessu tengt og hann ætlar að vera á línuni hjá okkur á eftir og ræða þessi mál við okkur.

Vaga, nýr gönguhópur fyrir konur á öllum aldri, mun hefja göngu sína á miðvikudag. Hópurinn mun fara saman í gönguferðir allan ársins hring og standa fyrir viðburðum. Saga

Líf Friðriksdóttir, leiðsögukona og stofnandi ferðafyrirtækisins Viking Women segir okkur betur frá þessu á eftir.

En við byrjum niðrá Alþingi þar er Höskuldur Kári Schram fréttamaður.

Frumflutt

8. apríl 2024

Aðgengilegt til

8. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,