Síðdegisútvarpið

Brúin í Baltimore, góð heilsa, apaflutningar, og landsleikur í fótbolta

Kveikur er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld en í þættinum verða tekin fyrir tvö efni. Annars vegar verður fjallað hvað gerist ef eldsumbrotin á Reykjanesskaga færast nær Reykjavíkursvæðinu og hinsvegar verður fjallað um apaflutninga. Og hingað til okkar á eftir koma þeir Ingólfur Bjarni Sigfússon, Garðar Þór Þorkelsson og Tryggvi Aðalbjörnsson til segja okkur betur frá.

"Góð heilsa alla ævi án öfga" er heitið á nýrri bók eftir Geir Gunnar Markússon heilsuráðgjafa á Heilsu­stofnun NLFÍ í Hveragerði. Hann kemur til okkar á eftir og segir okkur frá bókinni.

Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í kvöld. Ísland sigraði Ísrael 4-1 í fyrri umspilsleiknum á fimmtudag en á sama tíma vann Úkraína Bosníu 2-1. Þetta er heimaleikur Úkraínu en leikið er í Póllandi vegna stríðsástandsins í Úkraínu og í Póllandi er okkar kona Kristjana Arnarsdóttir.

Við ætlum kíkja á páskaveðrið með Sigurði Jónssyni veðurfræðingi

Á annann í páskum hefjast nýjir íslenskir viðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna. Þættirnir heita Á gamans aldri og eru í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur. Ragnhildur kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá þáttunum og öllu því góða fólki sem hún ræðir við.

En við byrjum á þessu: Oddur Þórðarson er hingað kominn til fara yfir það helsta í erlendum fréttum.

Frumflutt

26. mars 2024

Aðgengilegt til

26. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,