• 00:02:40Grýla og jólafólin
  • 00:45:29Málfarsmínúta
  • 00:46:39Jólablót ásatrúarfélagsins

Samfélagið

Grýla og jólafólin, möndlugrautur og jólablót

Við ætlum fjalla um heiðin jól. Jólablót Ásatrúarfélagsins fara fram víða um land í dag, við ræðum þessa hefð og heiðnina almennt við Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoða.

Ævar Örn Jósepsson fjallar um Grýlu og hennar hyski, öll jólafólin sem eru víst hátt í tvö hundruð talsins þegar allt er talið. Grýla hefur fylgt Íslendingum um aldir og er sennilega alræmdasta mannæta Íslandssögunnar. Í dag er hún þó líklega þekktust sem móðir jólasveinanna þrettán sem tínast til byggða, einn af öðrum. Þeir eru þó aðeins lítið brot af öllum þeim aragrúa afkvæma sem Grýla hefur eignast á langri ævi og með mörgum tröllkörlum, enda sérlega frjósöm og fönguleg skessa. Dagrún Ósk Jónsdóttir segir frá Grýlu og jólafólaskaranum öllum. Jórunn Sigurðardóttir þylur nöfn fólanna og Atli Sigþórsson les brot úr Grýlukvæði Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi.

Við heyrum líka eina málfarsmínútu þar sem Anna Sigríður Þráinsdóttir fjallar um möndlugraut.

Frumflutt

22. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,