Samfélagið

Keppt í púsluspili, heimsókn til rannsóknarnefndar samgönguslysa, pistill um umhverfisáhrif sætuefna

Við tölum um púsluspil og púslmenningu. Svanhildur Eva Stefánsdóttir í Spilavinum er sérfræðingur í púsli og öllu sem viðkemur þeirri ágætu dægradvöl. Og það segja hún í rauninni keppnismanneskja þegar kemur púsli - því Spilavinir ætla á sunnudaginn efna til púsluspilakeppni í fyrsta sinn. Febrúar er nefnilega púslmánuður þar á og meðal annars geta púslarar skipst á púslum eða losað sig við notuð púsluspil.

Það sem af er ári hafa sjö látist í banaslysum í umferðinni. Það eru fleiri en létust allt árið 2019. Þetta er mikið áhyggjuefni. Öll þessi slys koma inn á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa og verða rannsökuð í þaula. Við ætlum ræða umferðaröryggi, það sem þarf bæta hér og störf rannsóknarnefndarinnar almennt við tvo starfsmenn hennar þá Helga Þorkel Kristjánsson, rannsóknarstjóra á umferðarsviði, og Björgvin Þór Guðnason, rannsakara á sama sviði.

Pistill frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi. Stefán ræðir um sætuefni sem safnast upp í lífríkinu og hafa meðal annars áhrif á vatnalífverur í ám í Serbíu.

Frumflutt

15. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,