Samfélagið

Bólusetningar og viðbrögð við mislingum, niðurrif húss við Laugaveg, málfar og fyrsti falsaði peningaseðillinn á Íslandi

Á dögunum greindist erlendur ferðamaður með mislinga, maðurinn var tiltölulega nýkominn til landsins með flugi og því fjöldi fólks sem kann hafa orðið útsettur fyrir smiti. Mörg hafa í dag sent fyrirspurnir á heilsuveru, foreldrar barna sem eru of ung til bólusetningu hafa sumir áhyggjur og fólk keppist við reyna yfirsýn yfir eigin bólusetningar og barnanna - en það getur verið snúið. Við ræðum aðgengi bólusetningargögnum og viðbrögð við mislingum við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Reynir Magnús Jóelsson vinnur hjá ABL-taki við rífa gömul hús. Þessa dagana er hann rífa hluta Gamla sjónvarpshússins við Laugaveg í Reykjavík. Við fræðumst um niðurrif bygginga og skoðum aðstæður á vettvangi.

Málfarsmínúta í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar - blóta.

Heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir skjalavörður sýnir okkur meðal annars elsta falsaða peningaseðilinn sem vitað er um á Íslandi og fer yfir lífshlaup Þorvaldar Þorvaldssonar sem falsaði þann seðil.

Frumflutt

5. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,